Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 17
10
milljarðar króna var kaup-
verð Bergs Timber á dóttur-
félögum Norvikur í Eist-
landi, Lettlandi og Bretlandi.
Fjárfestingasjóður í stýringu evr-
ópska vogunarsjóðsins Teleios
Capital, sem kom fyrst inn í hlut-
hafahóp Marels í janúar, hefur
bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum
hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna
króna miðað við núverandi hluta-
bréfaverð, það sem af er marsmán-
uði og fer núna með 2,45 prósenta
eignarhlut. Teleios Capital er átt-
undi stærsti hluthafi félagsins og
er hlutur sjóðsins metinn á um átta
milljarða króna.
Þá hefur bandaríski fjárfestinga-
sjóðurinn Smallcap World Fund,
sem er í stýringu American Funds,
á sama tíma einnig bætt við sig um
hálfs prósents hlut í Marel. Saman-
lagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7
prósenta hlut í Marel.
Erlendir sjóðir hafa orðið mun
umsvifameiri í hluthafahópi Mar-
els á undanförnum mánuðum og
misserum. Þann 13. febrúar síðast-
liðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar
samanlagt 9,9 prósenta hlut í félag-
inu, borið saman við aðeins 4,6 pró-
senta hlut á sama tíma árið 2018, en
frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap
og Teleios bætt við sig jafnvirði um
tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir
fjárfestar eiga því núna orðið um
tólf prósenta hlut í Marel.
Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefn-
is og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á
síðustu vikum einkum verið í hópi
þeirra hluthafa sem hafa minnkað
við hlut sinn í Marel. Samanlagður
eignarhlutur lífeyrissjóða nemur
hins vegar enn um 40 prósentum.
Á aðalfundi í liðinni viku var
greint frá því að stjórn Marels hefði
ákveðið að stefna að skráningu
hlutabréfa félagsins í Euronext-
kauphöllina í Amsterdam samhliða
skráningu á Íslandi. Fram kom í
máli Árna Odds Þórðarsonar, for-
stjóra Marels, að tvíhliða skráning
á alþjóðlegum markaði í erlendum
gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins
að áhugaverðum kosti sem hluta
af kaupverði í mögulegum yfir-
tökum. Fimm alþjóðlegir bankar
hefðu verið fengnir til ráðgjafar
við skráninguna og sem umsjónar-
aðilar útboðs.
Hlutabréfaverð Marels hefur
hækkað um nærri 30 prósent frá
áramótum. Félagið er langsamlega
verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll-
inni með markaðsvirði upp á 328
milljarða króna. Hlutabréfaverð
Marels stóð í 480 krónum á hlut við
lokun markaða í gær en gengi bréfa
félagsins fór hæst í 505 krónur á
miðvikudaginn í síðustu viku. – hae
Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða
Árni Oddur
Þórðarson,
forstjóri Marels.
Hjólaskófla?
Við hjá Ergo erum engir sérfræðingar í jarðvinnu
en við fjármögnum hins vegar hjólaskóflur.
Við fjármögnum flest milli himins og jarðar.
Kynntu þér möguleikana á ergo.is
Norvik, sem á 65 prósenta hlut í
Bergs Timber, fær greiddar um 22
milljónir sænskra króna, jafnvirði
ríflega 280 milljóna íslenskra króna,
í arð frá sænska félaginu í ár ef til-
laga stjórnar félagsins nær fram að
ganga.
Stjórn Bergs Timber, sem keypti í
byrjun síðasta árs f lest dótturfélög
Norvikur fyrir liðlega tíu milljarða
króna, leggur til við aðalfund að
greiddur verði arður upp á 34 millj-
ónir sænskra króna vegna síðasta
rekstrarárs.
Bergs Timber hagnaðist um 188
milljónir sænskra króna, sem jafn-
gildir um 2,4 milljörðum íslenskra
króna, á síðasta rekstrarári sem
náði frá september 2017 til desem-
ber 2018.
Feðgarnir Jón Helgi Guðmunds-
son, forstjóri og stjórnarformaður
Norvikur, og Guðmundur Helgi
Jónsson, stjórnarformaður BYKO,
sitja í stjórn sænska félagsins.
Dótturfélögin sem fóru undir
Bergs Timber voru rekin undir
merkjum Norvik í Lettlandi, Eist-
landi og Bretlandi. Við söluna, sem
gekk endanlega í gegn um miðjan
maí í fyrra, eignaðist Norvik 170
milljónir nýrra hluta í Bergs Timber,
að virði um 520 milljónir sænskra
króna miðað við núverandi gengi
hlutabréfa í félaginu, en auk þess
getur Norvik fengið greiddar 310
milljónir sænskra króna í formi
reiðufjár.
Af kaupverðinu fékk Norvik
greiddar 100 milljónir sænskra
króna í maí í fyrra og fær sömu fjár-
hæð greidda 30. júní næstkomandi.
70 milljónir sænskra króna verða
greiddar til Norvikur í lok júní á
næsta ári og til viðbótar gæti félag-
ið átt rétt á árangurstengdri greiðslu
upp á allt að 40 milljónir sænskra
króna að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum.
Jón Helgi sagði í samtali við
Morgunblaðið síðasta sumar að
ætlun Norvikur væri að selja hluta
af hlutabréfum sínum í Bergs
Timber. Sú sala hefði ekki verið
tímasett. – kij
Norvik fær
greiddar 280
milljónir króna
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri
Norvikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
5M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 1 9 MARKAÐURINN
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
8
C
-4
F
B
4
2
2
8
C
-4
E
7
8
2
2
8
C
-4
D
3
C
2
2
8
C
-4
C
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K