Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 12
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.
is eða hringja í síma 550 5055.
Elskuleg eiginkona mín,
móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hugrún Kristjánsdóttir
frá Patreksfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði,
Höfn, miðvikudaginn 6. mars sl.
Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju,
Höfn í Hornafirði, laugardaginn 16. mars nk. kl. 14.00.
Sigfús Benediktsson
Kristján Rafn Heiðarsson Hildur Helga Gísladóttir
Heimir Örn Heiðarsson Konný Sóley Guðmundsdóttir
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
Hreggviður Heiðarsson Hildur Eiríksdóttir
Ásrún Heiðarsdóttir
Heiðrún Heiðarsdóttir Ilías Karl Moustacas
Halldóra Heiðarsdóttir Halldór Grétarsson
Elín Þórdís Heiðarsdóttir
Ásþór Guðmundsson
Benedikt Sigfússon
Guðbjörg Sigfúsdóttir
Ásta Margrét Sigfúsdóttir Oddur Elfar Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ásbjörn Þórarinsson
Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
föstudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá
Hafnarkirkju laugardaginn 16. mars kl. 10.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á gjafa-
og minningarsjóð Skjólgarðs.
Vigdís Halldóra Vigfúsdóttir
Sonja Guðrún Ásbjörnsdóttir Ingi Þór Sigurgeirsson
Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson Fjóla Hrafnkelsdóttir
Birnir Vilhelm Ásbjörnsson Silja Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
stjúpmóðir, tengdamóðir og amma,
Sigríður María Jónsdóttir
Krókavaði 21,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
7. mars síðastliðinn. Útför fer fram frá
Árbæjarkirkju fimmtudaginn
14. mars kl. 13.00.
Árni Andersen
Pétur Már Ólafsson Nína Sif Pétursdóttir
Karvel Halldór Árnason Linda Sóley Halldórsdóttir
Margrét Árnadóttir
Eyþór Árnason Ása Óðinsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, dóttir, systir og amma,
Guðrún Guðmundsdóttir
lést á krabbameinsdeild
Landspítalans laugardaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 15. mars kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á að styrkja Krabbameinsfélag Árnessýslu.
Óskar Marelsson
Sveinn Viðar Hjartarson
Kolbrún Eir Óskarsdóttir Arnar Guðmundsson
Arnar Freyr Óskarsson
Valgerður Jónsdóttir
Auðbjörg Guðmundsdóttir
systkini og barnabörn.
Kvennalistinn (Samtök um kvenna-
lista) var stofnaður þennan mánaðar-
dag árið 1983. Forverar listans voru
kvennaframboðin í Reykjavík og á
Akureyri sem fengu fulltrúa kjörna í
sveitarstjórnarkosningum árið 1982.
Kvennalistinn bauð fram til
Alþingis í þremur kjördæmum árið
1983 og fékk 5,5 prósent atkvæða
og þrjár konur á þing. Það voru þær
Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir og Kristín Halldórs-
dóttir.
Í kosningunum 1987 nær tvöfaldaði
f lokkurinn fylgi sitt og fékk 10,1 pró-
sent atkvæða og sex konur á þing.
Árið 1991 tapaði listinn einu sæti og
árið 1995 kom hann einungis þremur
konum á þing. Kvennalistinn samein-
aðist Alþýðuf lokki og Alþýðubanda-
laginu til að mynda Samfylkinguna
árið 1998.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 13 . M A R S 19 8 3
Kvennalistinn var stofnaður
Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Elísabet
Guðbjörnsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir. MYND/E.ÓL
Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðju-þjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lions-
klúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggis-
miðstöðin setti þær upp á tveimur
stærstu salernum vinnustofunnar. Þar
eru þær notaðar af sex manneskjum oft
á dag og stöku sinnum f leirum, enda
standa þær öllum til boða.
„Við vorum áður með segllyftara á
hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu
fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli
í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir
sig líka öruggara í þeim og svo er auð-
veldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á
salerni að passa upp á réttar vinnustell-
ingar og álag.“ Hún segir hægt að ein-
staklingsmiða þjónustuna með því að
nota segl sem séu mismunandi að stærð
og lögun.
Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf
sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn
Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug
á síðasta ári.
Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru
rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mis-
munandi háu starfshlutfalli. „Þetta er
stór vinnustaður og margt skemmtilegt
í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvað-
anæva til að vinna hér og hefur fjölgað
hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leið-
beinendur á staðnum af ýmsum stétt-
um en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem
sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í
brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu
vinn ég í góðu og nánu samstarfi við
þroskaþjálfana hér og f leiri fagstéttir.
Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg
til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks
til að vinna ákveðin verk.“
Virknihópar eru meðal þess sem
Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu,
hún kveðst, í samvinnu við annan
leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem
annist umhverfisverkefni í Fossvogs-
kirkjugarði, það snúist um að taka í
sundur gamla leiðiskransa og f lokka
grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta
er vinna sem starfsfólk garðsins innti
af hendi áður. Það er markmið okkar
að tengja fólkið hér út í samfélagið, um
það má lesa nánar á heimasíðu félagsins,
styrktarfelag.is,“ segir hún.
Gróa getur þess til fróðleiks að Ás
styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun,
það reki vinnustofur víðar en í Ögur-
hvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í
Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili.
gun@frettabladid.is
Ás fékk góða gjöf frá Ægi
Tvær fullkomnar baðlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf styrktarfélaginu Ási í tilefni
sextugsafmæla beggja félaganna reynast þarfaþing á vinnustofu Áss í Ögurhvarfi.
Gróa Rán og Sóley Patricia Tedsdóttir við aðra lyftuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
C
-2
8
3
4
2
2
8
C
-2
6
F
8
2
2
8
C
-2
5
B
C
2
2
8
C
-2
4
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K