Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 11
Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2019 Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars. Í kjölfar fundarins verður haldin opin ráðstefna þar sem rætt verður um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður BÍ, setur ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp. Dagskrá föstudaginn 15. mars kl. 13.00-16.00 Ráðstefnustjóri er Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands Einstök staða íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Landspítalann Hvernig tölum við um lýðheilsu og matvælaframleiðslu? Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu Lífræn ræktun – Hvert er lífræn framleiðsla að stefna í heiminum? Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, Verndun og ræktun – félags framleiðenda í lífrænum búskap Ný tækifæri í landbúnaði og sölu á afurðum bænda Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi Íslenska ullin: vannýtt auðlind Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverk- smiðjunnar Uppspuna REKO á Íslandi – sala á búvörum í gegnum Facebook Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum Hver er sérstaða íslensks landbúnaðar? bondi.is Ford EcoSport býður upp á mikla veghæð sem kemur sér vel í snjó og við aðrar erfiðar aðstæður. Þú situr líka hærra og það er mun þægilegra að ganga um bílinn. Ford EcoSport Titanium S er sérlega vel búinn m.a. leðuráklæði á sætum, 17” álfelgum, Xenon aðalljósum, 8” snertiskjá, tölvustýrðri loftkælingu, 7 hátölurum, bakkmyndavél, SYNC3 hljómtækjum með raddstýringu og neyðarhringingu, ESP stöðugleikakerfi með spólvörn, leðurklætt fjölstillanlegt stýri, Apple CarPlay og Android Auto. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 FORD ECOSPORT HÁSETINN Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford EcoSport ford.is 3.470.000KR. FORD ECOSPORT TITANIUM S SJÁLFSKIPTUR: TILBOÐ: VERÐ FRÁ: 3.910.000 KR. -440.000 KR.+ VETRARDEKK! Ford_EcoSport_5x15_20190218_END.indd 1 18/02/2019 13:41 FÓTBOLTI Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meist- aradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liver- pool á heimavöll Þýskalandsmeist- aranna, Bayern München.  Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik lið- anna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liver- pool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deild- inni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæj- arar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tíma- bili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður átt- unda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barce- lona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid. – kpt Eftir bragðdauf jafntefli verður allt undir í kvöld Bæjarar þurfa að hafa góðar gætur á Mohamed Salah á Allianz Arena enda væri útivallarmark gulls ígildi fyrir Liverpool í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 1 9 1 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 C -2 3 4 4 2 2 8 C -2 2 0 8 2 2 8 C -2 0 C C 2 2 8 C -1 F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.