Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Škoda Kodiaq hefur slegið rækilega í gegn og Karoq litli bróðir
gefur honum lítið eftir. Komdu í reynsluakstur og finndu
hvernig er að vera á toppnum. Hlökkum til að sjá þig.
Tilboðsverð 4.550.000 kr.
Škoda Karoq
Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur
Listaverð 4.850.000 kr.
300.000 kr.
Afsláttur
Verð frá 5.790.000 kr.
Škoda Kodiaq 4x4
Tveir á toppnum frá Škoda
Fjöldi dóma í uppnámi
Dómararnir fjórir sem Sigríður
Á. Andersen skipaði en voru
ekki í hópi þeirra fimmtán sem
hæfnisnefndin mat hæfasta
hafa alls kveðið upp 506 dóma
og úrskurði frá því að Lands-
réttur tók til starfa. Í 33 skipti
mynduðu fleiri en einn þeirra
dóm í slíku máli.
Um 317 úrskurði er að ræða
og tæplega 110 einkamál.
Að endingu hafa dómararnir
kveðið upp 82 dóma í sakamál-
um. Í 75 tilfellum var sakfellt,
tvisvar sýknað og í fimm skipti
var máli vísað frá eða heimvísað
í héraðsdóm.
Í dómi MDE segir að það sé ís-
lenska ríkisins að finna leiðir til
að binda enda á brot þess gegn
MSE. Er meðal annars vísað til
heimilda í sakamálalögunum til
endurupptöku í þeim tilfellum
þar sem brot átti sér stað.
Fast kveðið að orði í
áliti minnihluta MDE
„Flugstjórinn í málinu (dóms-
málaráðherra og síðar þingið)
gerir mistök við stjórn, en það
er ekki næg ástæða til að skjóta
flugvélina niður (Landsrétt),“
segir í sératkvæði tveggja
dómara í málinu. Líkja þeir
málinu við það að opna öskju
Pandóru.
Dómararnir tveir, forsetinn Paul
Lemmens og Valeriu Gritco,
telja að með nálgun sinni fari
meirihlutinn á svig við ná-
lægðarreglu Evrópuréttarins
með því að hunsa mat Hæsta-
réttar á innlendum lögum. Þó
annmarkar hafi verið á valinu
hafi landslögum verið fylgt.
„Dómurinn nú mun einnig hafa
áhrif á aðildarríki önnur en
[Ísland]. Sú spurning mun óum-
flýjanlega vakna hvort og að hve
miklu leyti dómsúrlausnir ríkja
geti verið véfengdar á grunni
þess að dómurinn hafi ekki
verið skipaður með lögmætum
hætti, jafn vel þó langt sé liðið
frá skipuninni og þar til málið
barst dómnum,“ segir í niðurlagi
sérálitsins.
DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll
Evrópu dæmir kæranda Lands-
réttarmálsins ekki skaðabætur og
lítur svo á að niðurstaða dómsins
um brot ríkisins séu fullnægjandi
málalyktir fyrir hann. Dómstóll-
inn leggur það í hendur ríkisins að
ákveða, eftir atvikum með eftirliti
ráðherranefndarinnar, til hvaða
almennu aðgerða verði gripið til að
stöðva áframhaldandi brot á 6. gr.
Mannréttindasáttmálans í Lands-
rétti.
Í niðurstöðu sinni leggur MDE út
af þeirri málsvörn ríkisins að Hæsti-
réttur hafi komist að þeirri niður-
stöðu að kærandinn hafi fengið
réttláta málsmeðferð þrátt fyrir
galla á málsmeðferð við skipun eins
dómara í máli hans. MDE hafnar
þeirri málsvörn í fimm liðum.
Grafið undan trausti til dómskerfisins
Í annað sinn fellir Mannréttindadómstóll Evrópu tímamótadóm yfir dómskerfinu. Umferðarlagabrot reynast ríkinu þungbær í
Strassborg. Dómararnir fjórir sem skipaðir voru andstætt lögum hafa setið í 82 sakamálum. Sakfellt var í 75 tilvikum þeirra.
✿ Mannréttindadómstóllinn færði rök fyrir niðurstöðunni í fimm liðum
1. Dómur Hæstaréttar fjallaði um
það hvort skipun dómarans væri
ógild frá upphafi eða hvort dómar
hennar væru dauður bókstafur
þar sem skipun hennar stóðst
ekki lög. Álitaefnið, samkvæmt
ákvæði sáttmálans, væri hins
vegar hvort skipun dómarans
hefði falið í sér svo svívirðilegt
brot ráðherra og Alþingis á lögum
um dómstóla og gildandi reglum
MSE að málsmeðferð í þessu til-
tekna sakamáli gæti talist óréttlát
af þeirri ástæðu einni að dómar-
inn sæti í dóminum.
2. Að skipa ekki dómara við dóm-
stól í samræmi við landslög, eins
og áskilið er í 6. gr. MSE, felur
eitt og sér í sér brot á ákvæðinu
um réttláta málsmeðferð. Það er
niðurstöðu málsins óviðkomandi
hvort brotin höfðu raunverulega
áhrif á málsmeðferðina sem kær-
andi fékk fyrir Landsrétti.
3. Með því að hafa tekið fjögur
dómaraefni af lista hæfnisnefnd-
arinnar og sett önnur dómaraefni
inn í staðinn án þess að leggja
sjálfstætt mat á eða af la frekari
gagna um dómarareynslu þeirra
sem fjarlægð voru, varð ráðherra
brotlegur við þær reglur sem um
skipunina áttu að gilda. Brot ráð-
herrans höfðu að mati dómsins
grundvallaráhrif á allt skipunar-
ferlið og á valið á þeim dómurum
sem skipaðir voru til setu í hinu
nýja millidómstigi.
4. Niðurstaða Hæstaréttar um
miskabætur til tveggja umsækj-
enda byggðist á því að ráðherra
hafði ekki uppfyllt rannsóknar-
reglu stjórnsýslulaga um reynslu
þeirra f jögurra umsækjenda
sem færðust neðar á listann til
samanburðar við þá fimmtán
efstu sem voru á lista ráðherra,
þrátt fyrir að hafa fengið ráðgjöf
sérfræðinga um nauðsyn slíkrar
rannsóknar. Dómurinn dregur
þá ályktun að brot ráðherra
leiði ekki eingöngu til þess að
málsmeðferðin sé gölluð í heild,
heldur hafi ráðherra einnig sýnt
reglunum sem virða bar algert
skeytingarleysi.
5. Þeim málsmeðferðarreglum sem
settar voru um aðkomu Alþingis
að skipun dómara á hinu nýja
millidómsstigi, var sérstaklega
ætlað að takmarka aðkomu
framkvæmdarvaldsins að skipun
dómara við hinn nýja dóm. Lög-
gjafinn hafði ákveðið að þegar
skipað yrði í dóminn í fyrsta
skipti skyldi Alþingi veitt sér-
stakt hlutverk. Hæstiréttur túlk-
aði löggjöfina þannig að Alþingi
hefði átt að greiða atkvæði um
hvert og eitt hinna fimmtán
dómaraefna en ekki eingöngu
um listann í heild. MDE segir þá
málsmeðferð sem kveðið er á um
í reglunum hafa verið ætlaða til
þess að lágmarka hættu á því að
flokkshagsmunir hefðu ótilhlýði-
leg áhrif á málsmeðferð við mat á
umsækjendum og að lokum stað-
festingu af hálfu þingsins. Alþingi
hefði brotið eigin löggjöf með því
að greiða ekki atkvæði um hvert
og eitt dómaraefnanna. Þetta hafi
einnig falið í sér alvarlegan ágalla
á málsmeðferðinni, með tilheyr-
andi skaða fyrir trúverðugleika
alls ferilsins.
Niðurstaða dómsins er sú að ferlið
við skipunina hafi í heild sinni brot-
ið í bága við kjarna þeirrar grund-
vallarreglu réttarríkisins að skipan
dómstóla sé ákveðin með lögum,
og hafi auk þess verið til þess fallið
að skaða það traust sem dómstólar
í lýðræðislegu samfélagi þurfa að
njóta meðal borgaranna. Að mati
dómsins myndi önnur niðurstaða
jafngilda því að ákvæði sáttmálans
um réttláta málsmeðferð veitti enga
eða innihaldslausa vernd. – aá, jóe
Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær og kröfðust afsagnar dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
C
-4
5
D
4
2
2
8
C
-4
4
9
8
2
2
8
C
-4
3
5
C
2
2
8
C
-4
2
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K