Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 32
LEIKRIT Club Romantica HHHH Leikhópurinn Abendshow í sam- starfi við Borgarleikhúsið Höfundur og flytjandi: Friðgeir Einarsson Höfundur tónlistar og flytjandi: Snorri Helgason Leikstjóri: Pétur Ármannsson Leikmynd, búningar og mynd- band: Brynja Björnsdóttir Sviðshreyfingar: Ásrún Magnús- dóttir Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson Ljósahönnun og myndband: Pálmi Jónsson Hljóðhönnun: Baldvin Magnússon Fyrir rúmum áratug keypti Frið- geir Einarsson þrjú myndaalbúm á f lóamarkaði í Belgíu, nánar til- tekið í Brussel, á afmælisdegi sínum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að myndasafnið tilheyrði sömu ónafngreindu konunni sem fór á sínum yngri árum í lok sjöunda áratugarins tvisvar til Mallorca og gifti sig síðan á óþekktum stað þann 16. mars 1985. Friðgeir eyðir næstu árum í að blaða í albúmunum og reyna að púsla saman lífshlaupi konunnar. Club Romantica, frum- sýnd á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins í síðustu viku, er tilraun til að koma leitarniðurstöðunum til skila og fara með áhorfendur í ferðalag á óþekktar slóðir, bæði til útlanda og inn á við. Sviðsetning á sjálfinu er þyrnum stráð. Hvaða útgáfu af sjálfinu er manneskjan á sviði að setja fram, þá sérstaklega í sjálfsævisögulegri sýningu sem fjallar um f leiri en sjálf sviðslistamannsins? Listin í Club Romantica felst í því að Frið- geir fjallar einmitt um sjálfan sig í gegnum sögu óþekktrar konu, sem hann kynnist á tíu ára tímabili í gegnum sitt eigið ímyndunaraf l. Leikurinn hefst fyrir alvöru þegar hann leggur upp í leit að konunni sem átti albúmin, eða þá verður alvaran raunveruleg og raunveru- leikinn alvarlegur. Friðgeir hefur einstaka sviðs- verund, nærvera hans á sviði er ólík nokkrum öðrum. Hann er fjarlægur en einlægur á sama tíma, hrein- skilinn en dulur. En hann gætir þess að sýna margumræddri konu þá virðingu sem hún á skilið, þetta er sýning um hana og ástæðurnar fyrir því af hverju þessi persónu- legu albúm enduðu á f lóamarkaði. Með Friðgeiri í slagtogi er tónlistar- maðurinn Snorri Helgason sem ekki einungis semur tónlistina og flytur heldur tekur að sér ýmisleg smærri hlutverk. Litlir kaflar í sýningunni eru nefnilega sungnir sem ýtir undir angurværa og kómíska stemmingu Club Romantica. Áhorfendur rýna í þessar fjöru- tíu ára gömlu myndir úr fjarlægð og hlátur er fyrstu viðbrögðin. Mynd- irnar eru óskýrar, vandræðalegar og stundum jafnvel óheillandi. En þegar líða tekur á nagar nost algían, spurningunum fjölgar og líf kviknar í kringum albúmin. Á síðastliðnum árum hefur Pétur Ármannsson getið sér gott orðspor fyrir að leik- stýra einleikjum og smíðar sterkan ramma utan um Club Romantica þar sem allt er gert til að láta kjarna verksins, ferðalag Friðgeirs og áhorf- endanna, njóta sín. Leik my nd a hönnu n Br y nju Björnsdóttur hefur sjaldan verið betri, ekki bara vegna þess sem má sjá á sviðinu, heldur líka vegna þess sem áhorfendur sjá ekki (líkt og á myndunum). Hlutir eru gefnir í skyn fremur en að sýna þá og mynd- bandsvinnan skiptir þar sköpum. Nýja sviðið er afmarkað með bæði hliðar- og baktjöldum, eftir liggur lítil sandeyja sem er í raun og veru ekkert nema frekar óspennandi teppalagt svið. Plönturnar eru af þeirri gerð að ómögulegt er að sjá hvort þær eru raunverulegar eða ekki. Fatnaður leikaranna tveggja er einstaklega ósmekklegur, toppaður með syndsamlega ljótum plastskó- búnaði Friðgeirs, fullkomin múnd- ering fyrir ferð til Mallorca. Hið sama má segja um alla aðra hönnun Club Romantica. Pálmi Jónsson í samvinnu við Brynju víkkar hugmyndaheim verksins með fyrirtaks myndbandsvinnu. Einnig sér hann um ljósahönnunina í slagtogi við Ólaf Ágúst Stefánsson af mikilli næmni. Hljóðhönnun Baldvins Magnússonar leikur lykil- hlutverk í sýningunni og dýpkar söguna. Forvitnilegt verður að sjá hvort Leikhópurinn Abendshow með Friðgeir í forustuhlutverki eigi sér framhaldslíf eftir þessa sýningu því allar listrænar ákvarðanir þeirra spila fallega inn í hugmyndafræði Club Romantica og niðurstaðan er ein besta sýning þessa leikárs. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Heillandi rann- sóknarleiðangur um lífið og tilveruna. Blaðað í fortíðinni Niðurstaðan er ein besta sýning þessa leikárs, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Pláss er fyrsta málverka-sýning Elínar Elísa-betar Einarsdóttur. Hún hefur fengið pláss í Gall-ery Porti við Laugaveg 23b og verður opnuð 16. mars klukkan 16. Titillinn vísar til myndefnisins á sýningunni, stórra kvenna sem taka óhræddar sitt pláss. Hún segir hugmyndina hafa kviknað úti í Bandaríkjunum. „Ég fór í vinnusmiðju hjá landslags- málara í Haystack Mountain School of Crafts sumarið 2017 og konurnar mínar fæddust út úr landslaginu á afskekktri eyju í Maine, þar sem ljósbleikar, veðraðar klappir minna á læri og f leiri líkamsparta. Kon- urnar eru á stórum skala en búa yfir mýkt, kvenleika og styrk og eru svar við þeirri úreltu kröfu samfélagsins að konur eigi að vera fíngerðar og þægar.“ Athygli vekur að höfuð kvenn anna eru pínulítil. Veikir það þær ekki sem vitsmunaverur? „Nei, alls ekki. Það er bara partur af því að ýkja hvað líkaminn er stór. Þær eru klárar og njóta þess að breiða úr sér í öllum skilningi. Eiga eftir að taka yfir.“ Elín Elísabet útskrifaðist úr teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík og hefur á síðustu árum vakið athygli fyrir verk sín, þar á meðal myndasögur í The Reykjavík Grapevine. „Ég hef unnið sjálfstætt sem teiknari í bráðum þrjú ár, mynd- skreytt bækur, gert veggmyndir og bókakápur, plaköt og landakort fyrir túrista. Þetta er fjölbreytt starf sem hefur haldið áhuga mínum vakandi,“ lýsir Elín sem hefur haldið sýningar á teikningum sínum, meira að segja á jafnólíkum stöðum sem á Borgar- Stóru bleiku konurnar taka yfir Myndlistarkonan Elín Elísabet Einars- dóttir opnar fyrstu málverkasýningu sína sem hún kallar Pláss í Gallery Porti við Laugaveg 23b laugardaginn 16. mars. Pláss verður fyrsta málverkasýning Elínar Elísabetar en hún hefur áður sýnt teikningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hugmyndin að myndefn- inu kviknaði út frá bleikum klöppum við strendur Maine í Bandaríkj- unum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is firði eystra og í Senegal. „Ég vann í fiski á Borgarfirði eystra á sumrin í sjö ár og fannst það áhugavert, síðar ferðaðist ég þar um, teiknaði staði, fjöll og fólk og gaf myndirnar út í bók. Fyrir tveimur árum var ég svo í gestaíbúð í smáþorpi í Senegal í mánuð og teiknaði líka hversdags- leikann þar. Þorpið var lengst úti í sveit, með útibrunnum og moldar- kofum og lífsskilyrðin ólík þeim sem við erum vön. Ég gæti hugsað mér að safna teikningum af þorpum víða um heim og gefa út í bók einhvern tíma sem heildarsafn, það er lang- tímadraumur.“ 1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 C -3 2 1 4 2 2 8 C -3 0 D 8 2 2 8 C -2 F 9 C 2 2 8 C -2 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.