Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á HALLVEIGARSTÍG OPNUM 16.MARS Í FAXAFENI 14 HRAÐAST VAXANDI MATVÖRU VERSLUNARKEÐJA Á ÍSLANDI OPIÐ ALLA DAGA TIL 22:00 Guðf inna Jóhanna Guðmu nd s dót t i r, lögmaður og fyrrver-andi borgarfulltrúi, ætlar að ná þremur markmiðum fyrir fimmtugt. Þar á meðal ætlar hún að léttast um tíu kíló og til þess að ná því örugglega ákvað hún að reyna ketó-lífsstílinn, sem hefur heltekið þjóðina undanfarið. „Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega og síðan ætlaði ég að missa tíu kíló,“ segir Guðfinna Jóhanna. „Það hefur ekki alveg gengið þann- ig að þegar það voru átta vikur í afmælið ákvað ég að prófa bara þetta ketó. Það hlyti að virka.“ Og sú er raunin en á þremur ketó- vikum eru fimm kíló farin og enn eru fjórar vikur til stefnu. „Ég var með ákveðna fordóma gagnvart ketó vegna þess að ég leit bara á þetta eins og hvern annan megrunarkúr,“ segir Jóhanna Guð- finna sem er búin að vera á ketó í þrjár vikur og hefur heldur betur skipt um skoðun. Ekkert kjöt í áratugi „Ég sá líka bara beikon fyrir mér og þar sem ég hef ekki borðað kjöt í 33 ár fannst mér þetta ekki vera neitt fyrir mig en þetta hefur bara gengið rosalega vel og þetta er miklu ein- faldara en ég hélt,“ segir Guðfinna og bætir við að stór kostur sé hversu saddur maður verði á ketó-matar- æðinu. „Vegna þess að þetta er svo mikil fita sem ég borða, aðallega lax, osta, egg, majónes og rjóma.“ Kjöt er lík- lega undirstaðan í ketó hjá flestum en Guðfinna leggur sé slíkt ekki til munns og hefur ekki gert í rúma þrjá áratugi. „Ég borða alveg mjólkurvörur, fisk og egg en ekki kjöt og hef ekki gert það síðan ég var sextán ára. Þá var ég að vinna á hamborgarastað og fékk bara ógeð á kjöti fyrir lífs- tíð. Mig hefur aldrei langað í kjöt síðan þá. Þetta er samt svolítið einhæft sem ég er búin að vera að borða síðustu þrjár vikurnar þannig að ég þarf að fara að læra fleiri uppskriftir en ég tók þetta bara með því hugarfari að þetta ætti að vera skemmtilegt og að ég ætlaði að hafa gaman af þessu.“ Þjóðina á ketó! „Ég ákvað að ná þessum tíu kílóum af mér og að ég yrði á ketó þangað til. Svo getur bara vel verið að mér finnist þetta svo frábært að ég ákveði bara að halda þessu áfram,“ segir Guðfinna sem var fljót að laga sig að breyttum lífsstíl. „Fyrstu dagarnir fara í smá heila- þoku en svo verður maður bara rosalega orkumikill. Vegna þess að maður borðar miklu minna og þá líður manni miklu betur en þegar maður er einhvern veginn alltaf að hrúga í sig sykri, Snickers og ein- hverju þannig, allan daginn. Þetta er bara frábært. Það á bara að setja íslensku þjóðina, sem er orðin allt of þung, á ketó í nokkra mánuði,“ segir Guðfinna og hlær. Eins og víða sjást merki í sam- félaginu breiðist ketó hratt út þann- ig að Svanur Guðmundsson, eigin- maður Guðfinnu Jóhönnu, er að sjálfsögðu komin á ketó með frúnni. „Jájá, hann er líka kominn á ketó og bara búinn að léttast helling en hann borðar auðvitað kjöt með þessu þannig að við erum kannski ekki alveg á sama fæðinu,“ segir Guðfinna sem stefnir á frekari ketó-tilraunir og þá um leið meiri fjölbreytni. Gaman í eldhúsinu Guðfinna hefur orðið vör við f leiri og ekki síður ánægjulegri auka- verkanir af ketóinu en það sem kom henni einna mest á óvart er að það er bara alls ekkert svo leiðinlegt að sýsla í eldhúsinu, elda, baka og prufa nýjar uppskriftir. „Ég hef aldrei verið neitt sérstak- lega mikið fyrir að vera í eldhúsinu og það kemur í rauninni á óvart að ég er búin að vera þar meira síðustu þrjár vikurnar en ég hef verið áður og það sem kemur mest á óvart er að það er bara ekkert svo leiðinlegt að elda og baka.“ Guðfinna segist áður aðeins hafa kunnað að gera tvær tegundir af kökum; Kornf lexköku, sem hún lærði af Stundinni okkar sem krakki, og franska súkkulaðiköku sem hún lærði að baka fyrir tíu árum. Nú sé hún komin á kaf í alls konar ketóköku-tilraunir og styðjist bæði við íslensku ketó-bókina auk þess sem hún gúgli mikið í leit að spenn- andi uppskriftum. „Þetta hefur reyndar gengið mis- vel,“ segir Guðfinna en þegar hún fari eftir uppskriftum sé ekki yfir neinu að kvarta. Hvort hún muni bjóða upp á ketó-afmælistertu, tíu kílóum léttari, skal ósagt látið en takmarkinu mun hún ná. „Nú á ég mánuð eftir þangað til það kemur að fimmtugsafmælinu og það er ekki spurning að þessi tíu kíló verða farin. Ég tek þetta bara á lokametrunum. Það eru farin um fimm kíló þannig að þetta mun takast. Ég hef engar áhyggjur af því. Svo eru bara göngutúrar og ræktin með þessu.“ thorarinn@frettabladid.is Réttast að setja þjóðina alla á ketó Ketó-lífsstíllinn á vel við Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Hún ætlar að léttast um tíu kíló fyrir fimmtugt og þegar mán- uður er til stefnu er hún viss um að takmarkið náist. Á ketó. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fagnar fimmtíu ára afmæli sínu eftir mánuð og ætlar þá að vera tíu kílóum léttari en í fyrra. Helmingurinn af þeim er farinn og restin verður ekkert mál á ketó. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK NÚ Á ÉG MÁNUÐ EFTIR ÞANGAÐ TIL ÞAÐ KEMUR AÐ FIMMTUGSAFMÆL- INU OG ÞAÐ ER EKKI SPURNING AÐ ÞESSI TÍU KÍLÓ VERÐA FARIN. 1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 C -2 D 2 4 2 2 8 C -2 B E 8 2 2 8 C -2 A A C 2 2 8 C -2 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.