Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 18
91 milljarður króna er fyrir- huguð fjárfesting á Kefla- víkurflugvelli til loka árs 2022. Evrópskum flugvöllum í einkaeigu hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og fara nú yfir 75 prósent af f lugferðum i n n a n Ev r ó pu s a m - bandsins til eða frá einkareknum flugvöllum. Ríflega helmingur allra f lugvalla í álfunni er að hluta eða öllu leyti í eigu annarra en stjórn- valda en til samanburðar var hlut- fallið aðeins 22 prósent árið 2010. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir að erfiður rekstur f lugfélaga í heiminum, þar á meðal íslensku flugfélaganna, sýni enn og aftur að f lugrekstur sé í eðli sínu áhættu- samur. Það sama hljóti að eiga við um rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar í Keflavík. Stjórnvöld verði að huga að rekstrarfyrirkomulagi flug- stöðvarinnar og íhuga það alvarlega að draga sig út úr þeim áhættu- rekstri, allavega að hluta. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það skjóta skökku við að á meðan lífeyrissjóðir landsins séu úttroðnir af langtíma- fjármagni og vanti fjárfestingar- kosti sé ríkið með gríðarlegt fjár- magn bundið í Leifsstöð. „Víða erlendis hafa stjórnvöld reynt að losa um það fjármagn sem er bundið í f lugvöllum,“ nefnir Ásgeir. Fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa á síðustu árum rætt við stjórn- völd um hugsanlega aðkomu að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar en ríkisfyrirtækið Isavia, sem rekur f lugvöllinn, áformar að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til stækkunar á vellinum. Þrátt fyrir jákvæð við- brögð af hálfu ráðamanna hafa þær þreifingar, sem hafa einkum verið á óformlegum nótum, enn sem komið er ekki borið árangur. „Viðbrögðin úr stjórnkerfinu hafa almennt séð verið jákvæð en gangurinn verið hægari en Inn- viðir hefðu kosið, meðal annars vegna tíðra ríkisstjórnarskipta,“ segir Ómar Örn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, framtakssjóðs sem hefur það hlut- verk að fjárfesta í ýmsum innviðum hér á landi. Forsvarsmenn sjóðsins, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, hafa fundað með nokkrum ráðherrum á undanförnum árum og lýst yfir áhuga á að koma að rekstri f lug- stöðvarinnar. Fulltrúar ástralska f járfestingasjóðsins Macquarie Group, sem á meðal annars ríf- lega þriðjungshlut í f lugvellinum í Brussel og átti áður 27 prósenta hlut í Kastrup-flugvellinum í Kaup- mannahöfn, hafa einnig, ásamt starfsmönnum Kviku banka, átt fundi með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu og kynnt fyrir þeim starfsemi sína og fjárfestingar. Vaxandi áhugi fjárfesta Eins og fram hefur komið í Markað- inum hefur áhugi fjárfesta á því að koma að rekstri og fjármögnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar auk- ist umtalsvert síðustu ár. „Menn fylgjast með þessu nú þegar og við heyrum af áhuga flugvallafjárfesta á að koma og tala við okkur,“ sagði til að mynda Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, í samtali við Mark- aðinn sumarið 2017. Skömmu áður hafði þáverandi meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lýst því yfir að tímabært væri að opna umræðu um að ríkið „leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í f lugstöðinni í Keflavík og noti það til átaks í endurbótum samgöngu- mannvirkja“. Fleiri ráðamenn hafa tekið í sama streng, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra Evrópskum völlum í einkaeigu fjölgað hratt Yfir helmingur evrópskra flugvalla er að hluta eða öllu leyti í eigu annarra en stjórnvalda. Forstjóri GAMMA segir erfiðan rekstur íslensku flugfélaganna sýna að flugrekstur sé í eðli sínu áhættusamur. Aðalhagfræðingur Kviku segir að það geti verið skynsamlegt að fleiri en ríkið komi að fjármögnun innviða. Miklar fjárfestingar eru fyrirhugaðar til stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á næstu árum. 9,8 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra og er gert ráð fyrir tæplega níu prósenta Hröð þróun í átt að meiri einkavæðingu Samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla, er ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins annaðhvort „að mestu“ eða „að öllu leyti“ í eigu einkaaðila. Til saman- burðar var hlutfallið 22 prósent árið 2010. Í ljósi þess að flestir stærstu flugvellir álfunnar hafa verið einkavæddir fara nú yfir 75 prósent af flugferðum í Evrópu um einkarekna flugvelli, að sögn ACI. Sérfræðingum samtakanna telst til að sextíu flugvellir í Evrópusambandinu hafi verið einkavæddir að fullu, þar á með- al aðalflugvellirnir í Antwerpen, Búdapest, Edinborg, Glasgow, Lissabon, Liverpool, Ljúblíana, Lundúnum og Zagreb. Jafnframt eigi einkafjárfestar meirihluta hlutafjár í aðalflugvöllunum í meðal annars Birmingham, Brussel, Kaupmannahöfn, Flór- ens, Napólí, Róm og Vín. Þá er í skýrslunni bent á að jafnvel þeir flugvellir sem séu í meirihlutaeigu stjórnvalda séu reknir sem hlutafélag þar sem einkafjárfestar haldi á minni- hluta hlutafjár. Eignarhaldsfélagið sem rekur flugvellina Charles de Gaulle og Orly í Parísarborg er til að mynda í 51 prósents eigu franska ríkisins og 49 prósenta eigu einkafjárfesta. Frönsk stjórnvöld hafa ráðið Bank of America Merill Lynch til þess að skoða mögulega sölu á hlut sínum í félaginu, ADP, en talið er að franska fjárfestingafélagið Vinci, næststærsti hluthafi ADP með 8 prósenta hlut, hafi auga- stað á hlutnum. Vinci, sem er einn um- svifamesti innviðafjárfestir heims, keypti sem kunnugt er í desember í fyrra meirihluta hlutafjár í Gatwick-flugvellinum í nágrenni Lundúna á gengi sem verðmat breska flugvöllinn á jafnvirði 1.310 milljarða króna. Heathrow Í einkaeigu París Charles de Gaulle Í blandaðri ríkis- og einkaeigu Frankfurt Í blandaðri ríkis- og einkaeigu Istanbul Ataturk Í blandaðri ríkis- og einkaeigu Amsterdam Schiphol Í blandaðri ríkis- og einkaeigu Adolfo Suárez Madríd Í ríkiseigu München Í ríkiseigu Leonardo da Vinci International Í blandaðri ríkis- og einkaeigu Gatwick Í einkaeigu Barcelona-El Prat Í ríkiseigu ✿ Eignarhald tíu stærstu flugvalla í EvrópuKristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 1 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 C -4 A C 4 2 2 8 C -4 9 8 8 2 2 8 C -4 8 4 C 2 2 8 C -4 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.