Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 24
Hvernig er morgunrútínan þín? Flestir morgnar byrja í Sundlaug Seltjarnarness. Það er frábær leið að hefja daginn með hreyfingu og andlegri og líkamlegri hreinsun. Þaðan liggur leiðin í vinnuna þar sem boðið er upp á staup af lýsi Langar að finna ró og næði í sveitalífinu Menntun: Iðnrekstrarfræðingur Starf: Forstjóri Lýsis hf. Fjölskylda: Gift Jóni Guðlaugssyni fram- kvæmdastjóra. Við eigum dóttur og 5 ára dótturson. Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á viss- um sviðum á milli kosninga í hluta- félögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almenn- ings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaum- gjörð og líkur væru á að verðmæta- sköpun yrði í þeim. Hann sá tæki- færin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drif kraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hlut- hafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum mála- flokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska lög- gjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í f lestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um  fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæða- fjölda. Með þessu móti getur meiri- hlutinn nánast ráðið flestu og minni- hlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihluta- kosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé fram- bjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meiri- hlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfalls- kosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélög- um má einungis beita meirihluta- kosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihluta- kosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosning- ar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hlut- hafa sem geta óskað eftir kosningu. Minnihlutinn og margfeldiskosning  Svipmynd Katrín Pétursdóttir Friðrik Friðriksson hagfræðingur og fjármálastjóri Nýsköpunar- sjóðs atvinnu- lífsins Fyrir 20 árum vorum við ung og áræðin eins og sést á upp- byggingunni á þessum árum sem liðin eru. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis Aðalfundur Klappa grænna lausna hf. Aðalfundur Klappa grænna lausna hf. verður haldinn á Hotel Nordica, í ráðstefnusal- num Vox Club á jarðhæð, miðvikudaginn 10. apríl 2019, og hefst hann kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1 Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2 Önnur mál sem eru löglega borin fram. Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á grein 2.01.5 samþykkta félagsins um heimild til stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 50. m.kr. með útgáfu nýrra hluta í B-flokki hlutabréfa. Miðað er við að núverandi hluthafar falli frá forgangsrétti. Markmið með útboðinu er að styðja við dreifingu á hugbúnaði félagsins á alþjóðlegum mörkuðum og fjölga notendum. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 5. hæð, tveimur vikum fyrir aðalfund. Öll gögn verða lögð fram fyrir hluthafa á síðunni www.klappir.is/fjarfestar. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 15.45. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í A-flokki hlutabréfa. B-hlutabréf hafa ekki atkvæðarétt. Stjórn Klappa grænna lausna hf. Katrín segir uppstillingu verkalýðshreyfingarinnar til þess fallna að valda sem mestum skaða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN með morgunkaffinu. Af því að þetta kostaboð er frítt þá þigg ég gjarnan tvö staup en eins og alþjóð veit er lýsi allra meina bót. Hver eru þín helstu áhugamál? Helstu áhugamálin eru samvera með barnabarninu. Hann er svo ótrúlega skemmtilegur snáði. Á sumrin er það svo sveitalíf og lax- veiði í bland. Það er hvergi í heim- inum betra að vera en á góðum sum- ardegi úti í íslenskri náttúru. Ég er þess líka aðnjótandi að fylgjast með hestamennsku dóttur og tengda- sonar og njóta þess að sjá fegurð og hæfileika sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Hver er bókin sem ert að lesa eða last síðast? Ég er að lesa ævisögu Katrínar miklu eftir Jón Þ. Þór. Alveg mögnuð lesning og hún hefur verið stór- merkileg manneskja. Sennilega voru mestu landvinningar Rússa á hennar tímum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég ætla að vera komin í ró og næði og kannski bara orðin sveitakona. Stend og baka alla daga og tek á móti gestum og gangandi, segi sögur og hlæ allan daginn. Hvers konar stjórnunarhætti hef- urðu tileinkað þér og hvers vegna? Ég held að minn stjórnunarstíll felist fyrst og fremst í því að fá fólk til samstarfs á réttum forsendum og treysta samstarfsmönnum mínum fyrir verkefnunum. Línurnar eru samt skýrar en ég er ekki að horfa yfir öxlina á fólki. Ég er mjög dugleg að deila verkefnum og þá sérstak- lega mínum verkefnum. Ég er svo lánsöm að hafa haft sama samstarfsfólk í Lýsi síðast- liðin 20 ár. Sama stjórnarformann og sömu framkvæmdastjórn. Fyrir 20 árum vorum við ung og áræðin eins og sést á uppbyggingu fyrir- tækisins á þessum árum sem liðin eru. Í dag höfum við því sterka stöðu á alþjóðamarkaði með bestu framleiðslutæki sem völ er á. Við höfum á þessum tíma verið fram- sækin á erlendum mörkuðum með góðum árangri en 95 prósent af veltu fyrirtækisins eru af útfluttum afurðum. Fimm prósent veltunnar eru á innanlandsmarkaði sem þó er okkur afar mikilvægur. Hver hefur verið helsta áskorun Lýsis síðustu misseri? Áskorun fyrir útf lutningsfyrir- tæki eins og Lýsi er alltaf þróun gengismála. Það sem er verst er óstöðugleiki í gengismálum og almennt ófyrirsjáanlegar breytur eins og miklar kostnaðarhækkanir. Við verðum að muna að við erum í samkeppni með okkar vörur á erlendum mörkuðum sem búa við stöðugleika ólíkt okkur. Það er skylda stjórnvalda að búa atvinnu- fyrirtækjum hagfellt og stöðugt umhverfi til að geta keppt á erlend- um mörkuðum. Svo helst af koma heimila í hendur við afkomu fyrir- tækja þar sem hvorugt getur án hins verið. Hver er helsta áskorunin fram undan í rekstrarumhverfinu? Það sem blasir við núna eru átök á vinnumarkaði. Það getur haft alvar- legar af leiðingar fyrir fyrirtæki eins og Lýsi ef ekki næst ásættanleg lending í þeim málum fyrr en seinna til að eyða óvissu. Það getur skaðað ímynd okkar verulega og þá sér- staklega í ferðaþjónustu ef til verk- falla kemur. Þessi uppstilling verka- lýðshreyfingarinnar virðist vera til þess fallin að valda sem mestum skaða. Ég tel að samningaleiðin sé alltaf vænlegri til árangurs. Sérðu fyrir þér breytingar eða ný tækifæri í sölu og markaðssetningu á lýsisvörum? Við erum um þessar mundir að setja nýja vörulínu á markaðinn í netverslun okkar lysi-life.is. Hún gefur fólki tækifæri á að taka próf og fá í kjölfarið leiðbeiningar um hvaða vara muni helst hjálpa því. Þannig erum við að nálgast neyt- endur um allan heim beint í gegnum netverslun okkar hvar sem er. Enn er þó vefsíðan einungis á ensku, en mun í framhaldinu einnig verða aðgengileg á íslensku. Við leggjum mikið upp úr vöru- þróun hér í Lýsi hf. og má segja að unnið sé að vöru- og vinnsluþróun í rannsóknar- og þróunardeild fyrir- tækisins af miklum metnaði. Við lítum svo á að við séum leiðandi framleiðandi á sviði lýsisvinnslu í heiminum og þurfum því að vera fremst á meðal jafningja í gæðum á vörum fyrirtækisins. Stór hluti af erlendri markaðs- setningu okkar gengur út á hrein- leikaímynd Íslands. Það er því mik- ilvægt fyrir allar íslenskar afurðir að yfirvöld standi sig í loftslags- málum og verði öðrum þjóðum til fyrirmyndar í umhverfis- og endur- vinnslumálum. 1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 1 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 C -4 F B 4 2 2 8 C -4 E 7 8 2 2 8 C -4 D 3 C 2 2 8 C -4 C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.