Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 28
Samkeppnis
aðilar hafa
fengið að safna upp
skuldum á Keflavíkur
flugvelli, sem skekkir
verulega samkeppn
isstöðu á markaði.
Bogi Nils Bogason, for-
stjóri Icelandair Group
Stjórnar-
maðurinn
08.03.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 13. mars 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Jafnlaunavottun
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun.
Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka.
Sanngjörn laun fyrir
jafnverðmæt störf
Hlutafé skyrsölufyrirtækisins Icelandic
Provisions, sem er meðal annars í eigu
Mjólkursamsölunnar og íslenskra
einkafjárfesta, var aukið um fjórar
milljónir dala, jafnvirði tæplega 480
milljóna króna, í síðasta mánuði, sam-
kvæmt tilkynningu sem fyrirtækið hefur
sent bandaríska verðbréfaeftirlitinu.
Um er að ræða aðra hlutafjáraukn-
ingu fyrirtækisins, sem hóf sölu á skyri
í Bandaríkjunum snemma árs 2016,
á innan við ári en fjárfestar lögðu því
til um fimm milljónir dala, sem jafn-
gildir um 600 milljónum króna, í aukið
hlutafé í maí á síðasta ári. Áður hafði
skyrfyrirtækið lokið við allt að tuttugu
milljóna dala hlutafjársöfnun.
Stofnendur eru fjárfestingarsjóðurinn
Polaris Founders Capital og Mjólkur-
samsalan en í stjórn sitja meðal annars
Hallbjörn Karlsson, Davíð Freyr Alberts-
son og Ari Edwald, forstjóri MS. – kij
480 milljónir í Icelandic Provisions
Ari Edwald,
forstjóri
Mjókursam-
sölunnar.
„Ég gæti varla verið spenntari
fyrir þessu. Við gerum þetta á eins
metnaðarfullan hátt og á við um
aðrar beinar útsendingar á RÚV.
Við verðum með lýsendur, sér-
fræðinga, stúdíóspjall, leikgrein-
ingu, hægar endursýningar og
allan þann pakka,“ sagði Haukur
Harðarson, íþróttafréttamaður
á RÚV, um fyrirhugaðar útsend-
ingar ríkismiðilsins frá Íslands-
mótinu í FIFA tölvuleikjaspili.
Engum þarf að koma á óvart að
RÚV hyggist kosta öllu til, enda
engin nýlunda að ríkismiðillinn
sýni rausnarskap í verki með
annarra manna fé. Reynslan sýnir
enda að ef í harðbakkann slær er
alltaf hægt að ná í smá viðbót í
fjáraukalögum. Eitthvað þarf að
gera við þá 4,7 milljarða sem ríkið
ætlar að leggja RÚV til á árinu. Og
ekki má gleyma 2,3 milljörðunum
sem f læða inn í auglýsingatekjur.
Því ekki að tjalda öllu til, sinna
menningarhlutverkinu og sýna
beint frá fólki að spila tölvuleik?
En þetta nýjasta útspil er þó
ekki nema ein birtingarmynd af
tilvistarkreppu RÚV á tuttugustu
og fyrstu öldinni. Ríkisstofnunin
býður neytendum upp á útvarp og
sjónvarp í skylduáskrift, og hefur
komið sér upp slíkum „lífsstíl“
að þurfa auglýsingatekjur til að
ná endum saman. Til þess þarf
RÚV samkeppnishæfa vöru og
berst því við einkamiðlana um
kaup á alþjóðlegu sjónvarpsefni.
Það veldur svo verðhækkunum
á eftirsóttustu bitunum sem
auðvitað skilar sér að endingu út
í áskriftarverð einkamiðlanna.
Neytendur eru því ekki bara í
skyldubundinni áskrift að RÚV,
heldur greiða þeir líka aukagjald
til einkamiðlanna vegna þeirrar
verðbólgu sem ríkisstofnunin
skapar á markaðnum.
Í furðulegri könnun Hagstof-
unnar kom fram að RÚV hefði
„einungis“ um 16% hlutdeild á
auglýsingamarkaðnum. Sú tala
er auðvitað ekki marktæk, enda
starfar RÚV alls ekki á öllum
markaðnum. Nærtækara væri að
segja að stofnunin hefði ríf lega
helmingshlutdeild á sjónvarps-
og útvarpsmarkaði. Þetta vita
forsvarsmenn RÚV auðvitað,
en kusu samt að kosta deilingar
á niðurstöðunum á samfélags-
miðlum. Ekki er gott að ráða í
hvaða tilgangi svona vísvitandi
afvegaleiðing umræðunnar á að
þjóna. Öðru en því kannski að
viðhalda óviðunandi og óheil-
brigðu ástandi.
Afvegaleiðing
umræðunnar
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
8
C
-3
7
0
4
2
2
8
C
-3
5
C
8
2
2
8
C
-3
4
8
C
2
2
8
C
-3
3
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K