Gripla - 20.12.2018, Síða 7
7
ÁrnI HEIMIr InGÓ LfSSon
TVÖ íSLENSK SÖNGBóKARBROT
frÁ 16. ÖLD Í StoKKHÓLMI
fátt er vitað um skipulag kirkjusöngs á Íslandi frá því að lúth-
erskur siður var lögfestur og þar til að sálmabók (1589) og grallari (1594)
Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups komu út á prenti.1 Þó er ljóst að
nokkur tvídrægni var í kirkjusöng hérlendis um þetta leyti. Heil kynslóð
skildi á milli biskupanna tveggja sem sátu á árunum 1571–87, Gísla
Jónssonar í Skálholti og Guðbrands á Hólum, og virðast þeir hafa haft
ólíkar skoðanir á skipan tónlistar og helgisiða. Gísli var rúmum aldarfjórð-
ungi eldri en Guðbrandur, hóf prestskap sinn kaþólskur en andaðist í
lútherstrú. Hann kann því að hafa verið tregur í taumi þegar að því kom
að sníða regluverk hins nýja siðar; að minnsta kosti sýnir söngbók sem
Gísli ritaði fyrir Skálholtsdómkirkju, líklega um 1575–80, að kaþólskir
helgisiðir og tíðasöngur áttu sterk ítök í honum. Handritið, sem varðveitt
er í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn (nKS 138 4to), er að langmestu
leyti á latínu og flest í því er efni sem kaþólskir þekktu vel en lúthersmenn
höfðu víðast hvar varpað fyrir róða.2
Vera má að mótstaða Skálholtsbiskups hafi verið orsök þess að Guð-
brandur lét hvorki prenta sálmabók né grallara fyrr en Gísli var kom-
1 Grein þessi er hluti af rannsóknarverkefninu „Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og
samhengi Gregorssöngs á Íslandi, 1500–1700,“ sem styrkt er af rannsóknasjóði 2017–
2019. Höfundur þakkar Svanhildi óskarsdóttur, Thomas F. Kelly og ónefndum ritrýnum
Griplu fyrir gagnlegar athugasemdir.
2 Um handritið er fjallað í Arngrímur Jónsson, Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót
(reykjavík: Háskólaútgáfan, 1992), 56–192, og arne J. Solhaug, Et luthersk graduale-hånd-
skrift fra 1500-tallet: spor av Nidarostradisjon i Island (Ósló: norges musikkhøgskole, 2003).
Báðir telja þeir handritið ritað á árunum 1585–87, en Jón Þórarinsson hafnaði þeirri tilgátu
og skal tekið undir það hér; sjá Íslensk tónlistarsaga 1000–1800 (Kópavogur: tónlistarsafn
íslands, 2012), 211. Líklega var NKS 138 4to ritað skömmu eftir að hið danska Graduale Niels
Jesperssøns kom út árið 1573 enda er allnokkuð af efni handritsins sótt þangað; handritið
hefur væntanlega verið ætlað til brúks við Skálholtsdómkirkju og sú forskrift helgihaldsins
sem það hefur að geyma hefur ekki verið iðkuð við almennar sveitakirkjur. um Gísla biskup
sjá einnig Guðrún nordal, „Á mörkum tveggja tíma: Kaþólskt kvæðahandrit með hendi
siðbótarmanns, Gísla biskups Jónssonar,” Gripla 16 (2005): 209–228.
Gripla XXIX (2018): 7–33