Gripla - 20.12.2018, Side 8
GRIPLA8
inn undir græna torfu. Guðbrandur mælti sjálfur með sér yngri klerki,
oddi Einarssyni, í embætti biskups í suðurstiftinu og hefur væntanlega
treyst honum til að leiða málið til lykta með sér. Í bréfi sínu til presta í
Skálholtsbiskupsdæmi 1588 kveður Guðbrandur samræmi vera syðra og
nyrðra að „fráteknum þeim aðskilnaði, sem er í söng sálma vorra, hvað
óskanda væri, leiðast mætti til einnar kristilegrar einingar, svo sem allt
annað, því að það eina hindrar nú helzt guðs lofgerð í landi voru“.3 Það var
einmitt Oddur sem ritaði formála fyrir fyrstu útgáfu grallarans, að beiðni
Guðbrands, og lét þar í ljós þá ósk sína að „sú herfilega tvídrægni sem hér
til verið hefur í kirkjunum“ mætti aftakast. Má líta á það sem hyggilega
ráðstöfun hjá Guðbrandi að fela Skálholtsbiskupi ritun formálans, þar sem
þannig varð sýnt fram á samtakamátt þeirra við útgáfuna.
Þótt áhersla hafi verið lögð á einingu í sálmasöng og messuskipan við
fyrstu útgáfu grallarans eru vísbendingar um að kirkjusöngur hafi jafnvel
eftir það ekki að öllu leyti verið samhljóða í biskupsdæmunum tveimur. Í
6. útgáfu grallarans frá árinu 1691 – hinum fyrsta sem Þórður Þorláksson
biskup lét prenta í Skálholti – er að finna Credo eða trúarjátningarsöng
með svohljóðandi yfirskrift: „Þetta symbolum nicænum, eður messu
Credo eftir gamallri Versione, látum vér hér með fylgja, helst eftir því það
er alkunnugt og tíðkanlegt víðast í suðurstiftinu, á hátíðisdögum.“4 Lagið
er forn kaþólskur trúarjátningarsöngur, það sem almennt er kallað Credo
I, en bæði nótur og íslensk þýðing textans eru samhljóða NKS 138 4to,
handriti Gísla biskups frá því rúmri öld fyrr.5 Kannski hefur Þórður viljað
3 Páll Eggert ólason, Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum sið á Íslandi (reykjavík: Háskóli
Íslands, 1924), 27–28; Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal
I. Skálholtsbiskupar 1540–1801, útg. Jón Þorkelsson, Sögurit II (reykjavík: Sögufélag,
1903–1910), 161–167.
4 Lagið er fellt út í 9. útgáfu grallarans (1721) en kemur aftur inn í 12. útgáfu (1732) og helst
þar inni allt til 19. (og síðustu) útgáfu 1779.
5 Lagið virðist Gísli hafa sótt í danskan grallara niels Jesperssøns frá árinu 1573. raunar
var önnur útgáfa, svipuð þeirri í grallaranum 1691 en þó ekki fyllilega samhljóða (og með
nóteruðum hryn), prentuð í grallaranum allt frá 4. útgáfu 1649, sem faðir Þórðar, Þorlákur
Skúlason Hólabiskup, lét prenta. Þá var yfirskrift söngsins önnur og má kannski greina
í henni yfirlæti norðanmanna: „Sem syngja má á útkirkjum á hátíðum.“ Svipuð yfirskrift
er reyndar á einu af því fáa efni í Graduale 1594 sem Guðbrandur virðist sækja til Gísla
Jónssonar, litaníusálminum Tak frá oss sæti herra (bl. aa iv; 103v í nKS 138); í prentuðu
útgáfunni er sagt að hann megi brúka „á útkirkjum þar sem litlir söfnuðir eru“. Einnig er
tekið fram í grallaranum 1691 að annað lag sem þar er prentað í fyrsta sinn tíðkist í suður-
stiftinu. Um Frið veittu voru landi, voldugi faðir fyrr og síð segir þar: „Á sunnudögum allra síð-