Gripla - 20.12.2018, Side 9
9
setja mark sitt á fyrsta Skálholtsgrallarann með nýrri útgáfu söngs sem
tíðkaðist helst eða einvörðungu í suðurstiftinu, og varla er tilviljun að hann
skuli sækja laggerðina beint í handrit Gísla biskups sem var í andstöðu við
hugmyndir Guðbrands um helgihaldið á sinni tíð. Líklegt má telja að þýð-
ing Gísla á Credo I hafi verið sungin í suðurstiftinu allan þennan tíma.
Heimildir um kirkjusöng á Íslandi á fyrstu áratugum eftir siðaskipti
(um 1541–89) eru fáar og enn nokkuð á huldu hvernig málum var háttað í
þeim efnum. Þó eru þær fleiri en talið hefur verið. Brot úr tveimur söng-
handritum hafa varðveist á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi en
þau hafa litla athygli hlotið og virðist fræðimönnum á sviði tónlistar og
kirkjusögu almennt ekki hafa verið kunnugt um tilvist þeirra.6 Raunar
birti séra Bjarni Þorsteinsson nokkrar hendingar úr tveimur söngvum í
Íslenzkum þjóðlögum, en þar vantar allmikið framan við báða auk þess sem
fyrirmyndanna er ekki getið.7 Þessi tvö handritsbrot eru merk heimild um
tilraun til að laga rómversk-kaþólskan arf tíða- og messusöngs að nýjum
sið; hér hefur latnesku textunum öllum verið snarað á íslensku en engu
lúthersku efni bætt við. Brotin bregða ljósi á það sem nefnt hefur verið
„handbókarlausa tímabilið“ í árdaga lútherskunnar á íslandi, þ.e. á árunum
frá 1541–55 eða hugsanlega fram til um 1560.8 Þau sýna að einhver fyrir-
mæli um messu- og tíðasöng, með nótum, söngtextum og bænalestrum,
voru skrifuð upp í handritum og þeim væntanlega fylgt við messuhald í
kirkjum þótt ekki kæmust þau á prent. Hér verður gerð grein fyrir þessum
brotum hvoru um sig, efni þeirra og hugsanlegum uppruna.
Innihald og litúrgískt samhengi
fyrra brotið, sem ber safnmarkið Holm perg 8vo nr. 10, I b (hér eftir: nr.
10), er tvö skinnblöð úr messusöngsbók frá síðari hluta 16. aldar. Blöðin
ast eftir exitum, þá fólk fellur fram, má syngja þetta vers, sem venjulegt er allvíða í Skálholts
stifti.“
6 arngrímur Jónsson getur lítillega um fyrra brotið (Holm perg 8vo nr. 10, I b) í niðurlagi
doktorsritgerðar sinnar. Hann segir það hafa að geyma „óskipulegt messusöngs- og tíðagerð-
arefni“ en rekur efni þess ekki nákvæmlega (Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót,
462). Magnús Már Lárusson kallar nr. 10 „athyglisvert brot“ en segir það „stórskemmt“,
sjá „Þróun íslenzkrar kirkjutónlistar,“ í Fróðleiksþættir og sögubrot (Hafnarfjörður: Skuggsjá,
1967), 89.
7 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög (Kaupmannahöfn: S. L. Møller, 1906–1910), 180–183.
8 Arngrímur Jónsson, Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, 13.
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT