Gripla - 20.12.2018, Síða 12
GRIPLA12
2r: [Barnið er oss borið] (Puer natus est nobis, skert)
Alleluia. Helgur dagur birtist oss (Dies sanctificatus)
Kærleiki guðs er úthelltur (Caritas dei diffusa est)
2v: Kærleiki guðs er úthelltur, frh.
Alleluia. Christur er uppvakinn (Christus resurgens est)
Hjálpræði ... (ólæsilegt)
Örðugt er að lesa úr því sem stendur á fyrstu síðu brotsins enda bókfellið
velkt og máð. Þó má greina hluta textans undir öðrum nótnastreng og upp-
hafi þess þriðja („vegsomum þig, þier sie dyrd um alldir“) auk þess sem nýtt
lag hefst um miðjan þriðja streng („o sæla og blessada og dyrdarfulla“) og
er það þýðing á andstefinu O beata benedicta gloriosa sem almennt tilheyrði
þrenningarhátíð í kaþólskum sið.14 Þennan Gregorssöng er einnig að finna í
latnesku skinnbroti, líklega frá 15. öld, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni, og
áhugavert er sömuleiðis að þessi texti er í grallara Guðbrands Þorlákssonar
frá árinu 1607 til söngs á þrenningarhátíð, jafnvel þótt allt annað lag og
latínutexti sé haft við sömu hátíð í danska grallaranum.15 Á fimmta streng
hefst nýtt lag sem einnig er að finna í hinu handritsbrotinu í Stokkhólmi
(S. 252a), María mey og móðir mann ei snerti, sem er þýðing á andstefinu
Nesciens mater virgo.
Nesciens mater virgo var sungið við ýmsar hátíðir um jólaleytið og
var það nokkuð misjafnt eftir svæðum hvaða hátíð söngurinn tilheyrði.16
Tónskáld byggðu stærri verk á þessum texta og hið kunnasta þeirra er átta
radda jólamótetta eftir franska tónskáldið Jean Mouton (um 1459–1522).
14 Getið er um andstefið í Ordo Nidrosiensis Ecclesiae og er það þar haft við morgunsöng á
þrenningarhátíð, sjá Ordo Nidrosiensis Ecclesiae (Orðubók), útg. Lilli Gjerløw (Ósló, norsk
historisk kjeldeskrift-institutt, 1968), 264.
15 Þjms 833, 1r. Latneski textinn hljóðar svo: „o beata benedicta gloriosa trinitas: pater, filius,
spiritus sanctus.“ textinn í brotinu nr. 10 virðist vera: „O sæla og blessada og dyrdarfulla
þrenning fadir og sonur og heilagur ande.“ alleluia-söngur við latneska textann er prentaður
í Graduale fyrir þrenningarhátíð, en tónlistin þar (úr danska Graduale 1573) er öllu skreytt-
ari en sú í brotinu nr. 10.
16 Samkvæmt Breviarium Nidrosiense skal andstefið Nesciens mater virgo sungið bæði In cir-
cumcisione domini og In vigilis epiphanie domini; sjá Breviaria ad usum ritumque sacrosanctem
Nidrosiensis ecclesie (1519). Í orðubók er mælt fyrir um að það sé sungið við laudes/náttsöng
á hátíð heilagra saklausra (De sanctis innocentibus), og á áttunda degi hátíðarinnar, á átt-
unda degi Himnafarar Maríu, og við laudes á fjórða degi eftir Epiphaniam Domini (Ordo
Nidrosiensis Ecclesiae, 161, 170, 177).