Gripla - 20.12.2018, Síða 13
13TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT
textinn er lauslega byggður á frásögn Lúkasarguðspjalls og hljóðar svo, í
latneskri gerð og í Stokkhólmsbrotunum:
nesciens mater virgo virum, Maria mey og moder mann ei snerti,
peperit sine dolore hun fæddi an hrygdar
salvatorem saeculorum. frelsara heimsens
Ipsum regem angelorum sialfann eingla konginn.
sola virgo lactabat allein meyin mylktist [/miolk gaf]
ubere de celo pleno. alleluia. af auexti guddomsens alleluia.17
í brotinu nr. 10 stendur „Allein meyin mylktist“ en hugsanlega hefur skrif-
ari S. 252a viljað betrumbæta þýðinguna þar sem hann skrifar „mjólk gaf“
neðan við orðið „mylktist“.18
neðst á 1r hefst íslensk þýðing á latneskum Maríusekvens: Inviolata,
integra et casta es Maria, og heldur hann áfram á fyrstu fimm og hálfum
nótnastreng verso-blaðsins. Þessi sekvens á uppruna sinn í frönskum
messusöng á 11. öld og náði miklum vinsældum víða um álfuna, ekki síst
á 14. og 15. öld.19 Fjölmörg tónskáld þess tíma sömdu um hann tónverk,
meðal annars Josquin des Prez og nicolas Gombert. Þennan sekvens mátti
syngja við ýmsar Maríuhátíðir en algengast var þó að hann væri hafður við
messu á kyndilmessu (hreinsunarhátíð Maríu eða In purificatione beatae
Mariae virginis, 2. febrúar).20 í dönskum heimildum er getið um hann
allt frá árinu 1397, bæði í Hróarskeldu, rípum og Slésvík, og hann kemur
17 Í rask 98, sem er ritað um 1660–70 og á uppruna sinn að líkindum í Skálholti, er Nesciens
mater virgo við latneskan texta og samhljóða hvað laggerðina snertir. Þetta kann að benda til
sameiginlegs uppruna; vera má að lagið hafi verið sungið við einhvers konar jólahelgihald í
Skálholti allt fram á síðari hluta 17. aldar.
18 Neðsti hluti blaðsins er skaddaður vinstra megin og því ekki hægt að lesa fyrsta orðið þar,
en svo virðist sem skrifarinn hafi gert mistök og skrifað orðið „hrygdar“ tvisvar sinnum.
Þetta bendir til þess að handritið sé afrit en ekki frumgerð.
19 Willem Elders, ritstj., Motets on Non-Biblical Texts 4 (De beata Maria virgine 2), new
Josquin Edition 24, Critical Commentary (utrecht: Koninklijke vereniging voor neder-
landse muziekgeschiedenis, 2007), 63–64. Þess ber að geta að í sumum eldri heimildum, til
dæmis frá 14. öld, er Inviolata ekki talinn sekvens heldur prosa sem fylgi responsorium-söng
og virðist þá hafa verið hluti tíðasöngs; sjá Anne Walters Robertson, Guillaume de Machaut
and Reims: Context and Meaning in his Musical Works (Cambridge: Cambridge university
Press, 2002), 218.
20 David J. Rothenberg, Flower of Paradise: Marian Devotion and Secular Song in Medieval and
Renaissance Music (oxford: oxford university Press, 2011), 212. Sekvensinn er prentaður í
Liber usualis (tournai: Desclée & Co., 1953), 1861–1862.