Gripla - 20.12.2018, Síða 15
15
einnig fyrir í tveimur handritsbrotum af norskum uppruna.21 Ekki er þó
vitað um sekvensinn Inviolata í íslenskum handritum úr kaþólskum sið.
íslenski textinn sem stendur í brotunum báðum er langt frá því að
vera nákvæm þýðing. Í latneska frumtextanum er ávörpuð hin óspjallaða,
góðlega María sem tekur við bænaráheitum fyrir son sinn. Slíkt átti lítinn
hljómgrunn í guðfræði Lúthers og eins og oft vill verða í Maríukveðskap
eftir siðaskipti er hluta textans hér snúið upp á Krist.22 Til samanburðar er
hér latínutextinn ásamt íslenskri gerð S. 252a (orð sem vantar eru fengin
úr nr. 10):
Inviolata, integra, et casta es Maria, ad obrugnum oskiertum og skiærum
meydom fæddi sinn son maria.
quae es effecta fulgida caeli porta. Hvor ad ert ordin himna kongsins herberge.
o Mater alma Christi carissima, og moder Jesu kristi kiærasta.
suscipe pia laudum praeconia. Medtaki hann allra truadra bæner.
te nunc flagitant devota corda et ora, Hvoriar vier fram flytium af hiarta
og munni.
nostra ut pura pectora sint et corpora. ad vor hiortu og lykamer [hreiner] verde.
tu per precata dulcisona, Gief þu vier þig um bidium
nobis concedas veniam per saecula. Veit þu oss nad um allar alldir allda.
O benigna! O þu gode
O Regina! O þu millde
O Maria, O Jesu kærste
quae sola involata permansisti. Hvor ad fyrir oss fædast [villder].23
21 P. D. Steidl, Vor Frues Sange fra Danmarks Middelalder (Kaupmannahöfn: Katholsk forlag,
1918), 147–148; Erik Eggen, The Sequences of the Archbishopric of Nidarós, Bibliotheca
arnamagnæana 21–22 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1968), 1. bindi, 165.
22 Ekki var einsdæmi að þessum tiltekna texta væri breytt í þessa átt. í útgáfu þýsku forleggj-
aranna Bergs og neubers á mótettu Josquins (1558–59) er textanum einnig snúið upp á
Krist, en þó með öðrum hætti en í íslensku gerðinni. Sjá Elders, Motets on Non-Biblical
Texts 4, 66; Jane D. Hatter, „Converting the Soundscapes of Women’s rituals, 1470–1560:
Purification, Candles, and the Inviolata as Music for Churching,“ Conversions: Gender
and Religious Change in Early Modern Europe, ritstj. Simon Ditchfield og Helen Smith
(Manchester: Manchester university Press, 2017), 169–194. Gregorski söngurinn Inviolata
virðist ekki hafa átt heima í lútherskum messusöng í þýskumælandi löndum. Ein þeirra
söngbóka sem hlaut þar mikla dreifingu á síðari hluta 16. aldar var Psalmodia; Hoc est,
Cantica sacra veteris ecclesiae selecta (útg. Lucas Lossius, Wittenberg, 1553). Þar er prentaður
31 sekvens en Inviolata er ekki einn þeirra.
23 Eflaust hefur síðasta hending Inviolata verið skrifuð neðst vinstra megin á þetta blað, þar
sem það er nú skert, og sést glitta í tvo efstu nótnastrengi þeirrar línu. Blöðin sem nú eru S.
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT