Gripla - 20.12.2018, Page 18
GRIPLA18
o Herre/ wi bede/ ingyd din naade i vore hierter/ at wi som be-
kende Christi din Søns vndfangelse ved Engelens bebudelse/ maa
ved hans pine oc kaarss komme til opstandelsis herlighed/ Ved den
samme vor Herre Jhesum/ etc.25
Þessi sama kollekta er einnig prentuð í íslenskri þýðingu fyrir boðunardag
Maríu í kirkjuhandbók Marteins Einarssonar árið 1555 og í guðspjallabók
ólafs Hjaltasonar árið 1562, en þær hafa að geyma hvor sína þýðinguna
sem báðar eru ólíkar þeirri í nr. 10. í kirkjuhandbók Marteins er textinn
á þessa leið:
Heyr Drottin vier bidium / innhell i vor hiaurtu þinum anda / ad
vier sem med kennum Christi þins sonar getnad / fyrer Eingilsens
bodan / mættum fyrer hans pinu og kross / koma til dyrdar upp
risunnar/ fyrer þann sama vorn Herra etc.26
Í guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar hljóðar kollektan svo:
O Drottinn vier bidium innhell þu þinne nad j vor hiortu suo at vier
(sem medkennunst getnad Jesu Christi þins sonar fyrer Eingilsins
bodan) mættum fyrer hans Pino og Krossins kvol komast til dyrdar
upprisunnar. fyrir þann hinn sama vorn herra Jesum Christum hu
m.þ.z c.27
Eins og sjá má er íslensk gerð kollektunnar í Stokkhólmsbrotinu ekki sam-
hljóða hinum prentuðu þýðingum. Þetta bendir til þess að texti handrits-
brotanna hafi orðið til á árunum 1544–55, eftir að danska sálmabókin kom
út en áður en handbók Marteins Einarssonar birtist á prenti þótt slíkt
verði tæplega sannað með óyggjandi hætti. Einnig má vera að kollektan
25 Peder Palladius, Den ældste danske alterbog 1556, útg. Lis Jacobsen (Kaupmannahöfn:
Gyldendalske boghandel, 1918), 86; En Ny Psalmebog 1553 (Kaupmannahöfn, 1983), 137r.
Sálmabókin 1544 hefur ekki varðveist en þar sem bæði útgáfan 1544 og 1553 voru gefnar út
af Hans tausen þykir líklegt að þær hafi haft að geyma sama efni (sjá arngrímur Jónsson,
Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, 11). Önnur óskyld kollekta fyrir boðunardag
Maríu er í messuhandbók frands Vormordsen (Malmö, 1539) og því virðist fyrirmynd
íslensku textanna ótvírætt vera útgáfan frá 1544/1553 eða 1556.
26 Marteinn Einarsson, Ein Kristilig handbog (Kaupmannahöfn, 1555), 85v.
27 Guðspjallabók 1562, útg. Sigurður nordal (Kaupmannahöfn: Levin & Munksgaard, 1933),
Gv. Sama gerð kollektunnar er í Graduale Guðbrands Þorlákssonar 1594, Dd.