Gripla - 20.12.2018, Page 19
19
í nr. 10 sé ættuð úr Hólabiskupsdæmi eftir að handbók Marteins kom út
ef gert er ráð fyrir því að handbókinni hafi ekki verið fylgt í norðurstift-
inu. Þá hefði þýðingin getað lifað þar allt til ársins 1562. Í kirkjuskipan
Danakonungs var þess getið að kollektur skyldu vera á móðurmáli og hafa
prestar væntanlega leitast við að framfylgja því með einum eða öðrum hætti
fyrir útgáfuna 1555.28 Á eftir kollektunni stendur þýðing á Verbum caro
factum est, og er svipaða gerð einnig að finna í hinu handritsbrotinu. Í nr.
10 er textinn „Orded vard holld all<elui>a. og bygdi med oss all<elui>a.“ í S.
252a er orðalagið „Ordid villdi verda holld. All<elui>a./og þad bygde med
oss All<elui>a.“29
upphaf lagsins sem stendur efst á 2r er allmikið skert og ólæsilegt. Þó
er ljóst að hér er þýðing á inngangssálmi eða introitus jólamessunnar. Eins
og tíðkaðist bæði í kaþólskum sið og snemmlútherskum (t.d. Graduale 1573
og 1594) fylgir vers úr Davíðssálmi 96 og einnig upphaf doxólógíunnar.
Latneski textinn er hafður hér til samanburðar:
Puer natus est nobis [Barned er oss bored
et filius datus est nobis og] sonurinn er oss fæddur
cujus imperium super humerum ejus hvers valld ad er yfer hans herdum
et vocabitur nomen ejus og hans nafn skal kallast
magni consilii angelus. sendebodi hins hædsta.
℣. Cantate domino canticum novum Syngi þier drottne nyan saung
quia mirabilia fecit. þuiat hann giorde dasamlega hlute:
Gloria patri et filio Dyrd sie faudur og syne
et spiritui sancto [...] og heilaugum anda.
Þessa söngs er getið í kirkjusiðabók niðaróssbiskupsdæmis (Ordo
Nidrosiensis Ecclesiae eða Orðubók) og hann er einnig á latínu í grallara
Jesperssøns (bls. 37–39), í handriti Gísla Jónssonar (nKS 138 4to, 3v–4r)
28 Halldór Hermannsson nefnir að íslenskir prestar hafi fram til ársins 1555 sjálfir þurft að
þýða kollektur messunnar „eptir því sem þeir best gátu“, formáli fyrir Guðspjallabók 1562,
36.
29 í S. 252a er textinn ritaður neðan við síðasta heila nótnastrenginn á 2v. Hér er um að ræða
þýðingu á texta andstefs sem tilheyrði tíðasöng um jólatímann: Verbum caro factum est,
alleluia, et habitavit in nobis, alleluia. Verbum caro factum est er ekki í NKS 138 4to fremur
en flest annað efni Stokkhólmsblaðanna, og ekki heldur í dönskum söngbókum siðaskipt-
anna, sálmabók thomissøns eða grallara Jesperssøns. Það kemur aftur á móti fyrir í Ordo
Nidrosiensis og það er einnig að finna, á latínu, í antiphonarium Holense, pappírshandriti
í Þjóðskjalasafni íslands sem hefur að geyma latneskan tíðasöng og er ritað eigi fyrr en um
1570 (bl. 5).
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT