Gripla - 20.12.2018, Page 21
21
meir drottna yfer honum þvi at hann do [ooo].“ Þetta er þýðing á Christus
resurgens est mortuis, sem samkvæmt Orðubók var sunginn á 4. páskadag
og 4. sunnudag eftir páska.33 textinn er sóttur í rómverjabréfið 6:9 og
íslenska þýðingin í handritsbrotinu er samhljóða Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar: „Kristur er upp vakinn af dauða og deyr eigi meir.
Dauðinn mun og eigi meir drottna yfir honum. Því það hann dó, það er
hann eitt sinn syndinni dáinn, en það hann lifir, það lifir hann Guði.“ Ekki
er eyða í handritinu á undan söngvunum Caritas Dei og Christus resurgens
est, enda eru þeir á sama blaði og jólasöngvarnir, en ekki er ljóst hvernig hin
litúrgíska útfærsla átti að vera. Kollektan á 1v bendir til þess að handritið
hafi að geyma söngva og lestra samkvæmt röð kirkjuársins, en hér virðist
brestur á því.
S. 252a
Efni blaðanna S. 252a er sem hér segir:
1r: Sjáið þeir dagar munu koma (Ecce dies venient, á íslensku)
1v: Sjáið þeir dagar (frh.)
Ecce dies venient (á latínu, niðurlag vantar)
2r: Hodie Christus natus est (niðurlag á íslensku, auðir nótna-
strengir)
Nesciens mater virgo (auðir nótnastrengir)
María mey og móðir mann ei snerti (nesciens mater, á íslensku)
2v: María mey og móðir (frh.)
Að óbrugðnum, óskertum ... (Inviolata, á íslensku)
Nótur vantar við tvo söngva, annan á íslensku en hinn á latínu, og því hefur
handritið verið að einhverju leyti ófullgert. Ekki er ljóst hvaða tilgangi tví-
mála bók átti að þjóna; kannski hefur ætlunin verið að latnesku textana
mætti syngja við dómkirkjurnar en íslensku þýðingarnar í smærri kirkjum,
rétt eins og með latínusöng í prentuðum gröllurum síðar.
Ecce dies venient, sem fyllir allt fyrra blaðið, er víxlsöngur eða respon-
sorium sem sunginn er við aftansöng á aðventu. Samkvæmt Orðubók er
hann hafður við fyrri aftansöng (primas vesperas) alla sunnudaga í aðventu,
33 Ordo Nidrosiensis Ecclesiae, 240, 247–248.
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT