Gripla - 20.12.2018, Page 23
23
með versinu In diebus illis rétt eins og hér.34 Textinn er fenginn úr Jeremía
23:5–6 og er svohljóðandi, á latínu og í þýðingunni hér:
íslenska þýðingin hér er ólík þeirri í Guðbrandsbiblíu.
Hodie Christus natus est var sungið á jóladag í rómversk-kaþólskum sið.
Á seinna blaði S. 252a er aðeins niðurlag íslenska textans án nótna: „[höf]ud
einglarnir, i dag fagna riettlatir seigiande dyrd sie gudi i hædum alleluia.“
Þessi söngur er einnig í handriti Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups, nKS
138 4to (10r), en við latneskan texta og vantar þar upphafið enda hafa
einhver blöð með söng jólamessunnar glatast.35
tilgangur og uppruni
Kirkjuskipan Kristjáns III. Danakonungs frá árinu 1537 er elsta heim-
ild um það hvernig lútherskum messusöng skuli háttað á íslandi. Hún
er til í þýðingu Gissurar Einarssonar og var lögtekin á Alþingi 1541 fyrir
Skálholtsbiskupsdæmi en áratug síðar fyrir Hólabiskupsdæmi. Eins og
arngrímur Jónsson hefur bent á er kirkjuskipanin að mörgu leyti íhalds-
söm því að messusöngurinn miðar við það sem áður var venjan, nema
hvað nú skal syngja á móðurmáli eða bætt er við „norrænum söng“. Þó
er það presti í sjálfsvald sett hvort sungið sé á latínu eða íslensku: „En
hér ræður þó þénarinn sjálfur fyrir öllu saman, nær hann syngur í latínu
eða móðurmáli.“36 Hugsanlega hefur tvítyngd framsetningin í S. 252a
34 Sama rit, 130, 137, 140, 144. Ecce dies venient var einnig sunginn á Hólum á síðari hluta 16.
aldar því að hluti hans (við latneskan texta) er í antiphonale Holense (bl. 145; blaðið á undan
vantar) en laggerðin er lítið eitt frábrugðin þeirri í S. 252a.
35 Arngrímur Jónsson, Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, 69; sjá einnig Ordo
Nidrosiensis Ecclesiae, 156.
36 Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn 10, útg. Jón Þorkelsson (reykjavík: Hið
íslenzka bókmentafélag, 1911–1921), 133; Siðaskiptin á Íslandi 1541–1542 og fyrstu ár siðbótar,
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT
Ecce dies venient dicit dominus
et suscitabo David germen justum
et regnabit rex et sapiens erit
et faciet judicium et justitiam in terra
et hoc est nomen quod vocabunt eum
dominus justus noster.
℣. In diebus illis salvabitur Iuda
et Israel habitabit confidenter.
Sjaid þeir dagar munu koma seiger Drottinn
og eg skal uppuekia davids eitt riettferdugt sædi
og sa konungur mun stiorna og vys vera
Og hann mun giora dom og riettlæti ꜳ iordunne.
Og þetta er þad nafnid huort ad þeir munu hann kalla
O drottinn vor riettlatur.
A þeim dogum mun frelsast Juda
og Israel mun byggia stadfastliga.