Gripla - 20.12.2018, Page 24
GRIPLA24
einmitt verið til þess að prestur gæti sjálfur ákveðið á hvoru máli yrði
sungið. Efni handritsbrotanna er þó ekki í samræmi við kirkjuskipan
konungs; til dæmis eru í kirkjuskipaninni allir sekvensar felldir brott úr
helgihaldinu nema þrír: Grates nunc omnes (frá jólum til kyndilmessu),
Victime paschali laudes (frá páskum til hvítasunnu) og Veni sancte spiritus
(á hvítasunnu).37 Því má líta svo á að sekvensinn Inviolata, sem stendur í
báðum Stokkhólmsbrotunum og hefur væntanlega verið sunginn á jólum
eða þeim Maríuhátíðum sem enn voru lögboðnar (á kyndilmessu, boð-
unardegi Maríu eða þingmaríumessu), sé í trássi við kirkjuskipan Kristjáns
III.38 Það að þýða hið gregorska introitus og alleluia á móðurmál, eins og
gert er í Stokkhólmsbrotunum, gengur einnig þvert á venju sem birtist
bæði í hinum danska grallara Jesperssøns frá 1573 og íslensku gröllurunum.
Þótt þar sé gefinn kostur á að syngja þessa messuliði ýmist á latínu eða
móðurmáli er ekki um að ræða sama lag við texta á tveimur tungumálum,
heldur annars vegar gamla gregorska sönginn á latínu, hins vegar nýlegt
lútherskt sálmalag við annan texta á móðurmáli.39
Þar sem litúrgískar leiðbeiningar (rúbrikkur) skortir í báðum handrits-
brotunum er örðugt að gera sér grein fyrir nákvæmri staðsetningu efnisins
í helgihaldi. Hér er hrært saman textum og bænum sem tilheyra að mestu
tveimur stórhátíðum: jóladegi (Nesciens mater, Puer natus, Dies sanctificatus)
og boðunardegi Maríu (bæn og hugsanlega Inviolata), en einnig páskum,
torfi K. Stefánsson Hjaltalín tók saman (reykjavík: flateyjarútgáfan, 2017), 44; arngrímur
Jónsson, „upphaf lúthersks messusöngs á Íslandi,“ Organistablaðið 26 (1995): 17.
37 Kirkjuskipanin leyfir raunar tvo sekvensa til viðbótar, Psallite regi á Jónsmessu og Laus tibi
Christe á Maríu Magdalenu dag, en ólíkt hinum þremur ofangreindu er söngurinn hér val-
frjáls; sjá Arngrímur Jónsson, Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, 136.
38 í kaþólskum sið virðist sem íslenskir kirkjumenn hafi stundum farið sínar eigin leiðir og að
litúrgían hér á landi hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við Niðarósreglu. Þetta á meðal
annars við um litúrgíska staðsetningu 11 sekvensa í íslenskum söngbókum úr kaþólskum
sið en Inviolata er ekki einn þeirra; sjá Gisela attinger, „Sequences in two Icelandic Mass
Books from the Later Middle Ages,“ í The Sequences of Nidaros: A Nordic Repertory and
Its European Context, ritstj. Lori Kruckenberg og andreas Haug (Þrándheimur: tapir
academic Press, 2006), 170. Einnig ber að hafa í huga að jafnvel í Danmörku var ekki í öllu
farið eftir tilmælum kirkjuskipaninnar eftir siðaskipti. Í grallara Jesperssøns eru til dæmis
fjórir sekvensar til viðbótar við hina þrjá lögboðnu, en Inviolata er heldur ekki þeirra á
meðal. Því er enn óvæntara að sá sekvens skuli koma fyrir í báðum þeim handritsbrotum
sem hér eru til umfjöllunar.
39 Til dæmis skal samkvæmt grallara Guðbrands Þorlákssonar syngja fyrsta sunnudag í
aðventu annað hvort lútherska sálminn Herr Christ Gud Faders enborne Søn / Jesús Guðs son
eingetinn eða allt annað lag/texta á latínu (sléttsönginn Ad te levavi animam meam).