Gripla - 20.12.2018, Side 25
25
hvítasunnu og þrenningarhátíð. Vera má að einhverjir söngvanna hafi
verið ætlaðir annarri hátíð í hinu þýdda lútherska helgihaldi en venja var í
kaþólskum sið. Til dæmis er meiri áhersla lögð á fæðingu Krists í íslenskri
þýðingu sekvensins Inviolata en í latneska frumtextanum (sbr. „fæddi sinn
son María“ og „fyrir oss fæðast vildir“) og hefði sá söngur því einnig átt
vel við á jólum.40
Ekki er síður sérkennilegt frá sjónarmiði litúrgíunnar að hér skuli
blandað saman efni messu og tíðasöngs.41 Messuliðir á þessum blöðum
eru Inviolata (sekvens), Puer natus est nobis (introitus), Dies sanctificatus
(alleluia) og Caritas Dei (introitus); tíðasöng tilheyra andstefin Ecce dies
venient, Hodie Christus natus est, O beata benedicta gloriosa og Nesciens mater
auk víxlsöngsins Christus resurgens est.42 Svo virðist sem handritin sem nr.
10 og S. 252a eru leifar af hafi ekki haft að geyma tæmandi litúrgíu fyrir
allt kirkjuárið heldur margvíslegt efni, ættað úr kaþólskum sið, sem syngja
mátti á stórhátíðum.
Þótt ómögulegt sé að svo komnu máli að tengja þessi handrit við tiltek-
inn stað eða stund virðist sennilegt að þau hafi orðið til um eða upp úr
miðri 16. öld, hugsanlega á árunum 1544–55 eins og getið er hér að framan.
Telja má ólíklegt að efnið hafi orðið til eftir 1562, þegar íslensku bisk-
uparnir höfðu gefið út hvor sína þýðingu á kollektunni sem stendur í nr.
10. Jafnvel þótt tvídrægni í kirkjusiðum hafi gert það að verkum að aðeins
40 Röð efnis í handritinu vekur furðu jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að sekvensinn Inviolata
hafi verið færður yfir á jólahátíðina, því að hann kemur hér á undan messuliðunum introitus
og alleluia, en ætti að koma á eftir þeim. Ef syngja átti Inviolata á jólum hefur hann verið
tekinn fram yfir tvo almennari jólasekvensa: Grates nunc omnes (sem prentaður var í grall-
aranum 1594) og Celeste organum, sem var sunginn hér á landi í kaþólskum sið og síðar
tekinn upp í sálmabók 1589 og grallara í íslenskri þýðingu (Hátíð þessa heimsins þjóð). í
sálmabókinni 1589 ber síðarnefndi sekvensinn yfirskriftina „Gømul Sequentia / Sem sungen
var i Christeligre Kyrkiu / af fædingunne herrans Christi / Snuen af Latinu.“ Líklegt má
telja að ólafur Guðmundsson í Sauðanesi hafi þýtt textann að beiðni Guðbrands eins og
fleiri í þeirri bók. Um Celeste organum sjá Lori Kruckenberg, „two Sequentiae Novae
at nidaros: Celeste organum and Stola iocunditatis,“ í The Sequences of Nidaros: A Nordic
Repertory and Its European Context, 368–369.
41 Handritið NKS 138 4to geymir einnig bræðing messu- og tíðasöngs eins og Arngrímur
Jónsson og Jón Þórarinsson hafa bent á, sjá t.d. Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga
1000–1800, 212–213.
42 Ætla mætti að einhver skörun efnis væri milli tíðasöngsins hér og í antiphonarium Holense
(sjá nmgr. 29). Svo er ekki, en þess ber að geta að aðventu- og jólahluti síðarnefnda handrits-
ins hefur glatast. um antiphonarium Holense sjá Jón Þórarinsson, „Latnesk tíðasöngsbók
úr lúterskum sið,“ Ritmennt 6 (2001): 67–82.
TVÖ í SLENSK SÖ NGBóKARBROT