Gripla - 20.12.2018, Page 68
GRIPLA68
hann rök fyrir því að rannsaka þyrfti hvern hluta Eddu; Gylfaginningu,
Skáldskaparmál og Háttatal sem sjálfstæð verk bæði að því er tæki til eðlis
og aldurs þeirra. Jafnframt var þar dregin í efa kenning Eliasar Wesséns
um sköpunarsögu Eddu og um leið lögð áhersla á að ekki væri þar með á
vísan að róa um aldur verksins né þátt Snorra Sturlusonar sem höfundar
eða ritstjóra.3 í þeirri grein sem hér fer á eftir er hugmyndin um sjálfstæði
verkhlutanna hent á lofti og Skáldskaparmál athuguð ein og sér og gerður
samanburður tveggja gerða verksins.4
Þegar fjallað er um fræðirit Snorra Sturlusonar um goðafræði og skáld-
skap er venja að kalla það einu nafni Eddu og telja með kvæði Snorra um
þá Hákon Hákonarson og Skúla Bárðarson, Háttatal. Þetta er gert með
ágætum stuðningi í rauðlitaðri fyrirsögn í einu elsta skinnhandriti verks-
ins, handritinu DG 11 4to, sem oft er kallað uppsalaedda eða uppsalabók,
í háskólabókasafninu í uppsölum. Þar segir:
Bók þessi heitir Edda. Hana hefir saman setta Snorri Sturluson eptir
þeim hætti sem hér er skipat. Er fyrst frá ásum ok Ymi, þar næst skáld-
skapar mál ok heiti margra hluta. Síðast Háttatal er Snorri hefir ort um
Hákon konung ok Skúla hertuga.5
Þetta kann að vera í fyrsta sinn sem verkið í heild er eignað Snorra
Sturlusyni og nefnt þessu nafni. Fyrirsagnirnar í DG 11 4to eru ekki taldar
vera frumverk skrifarans heldur líklega settar inn í forrit uppsalaeddu og
þó ekki fyrr en eftir 1237, þegar Skúli jarl fékk titilinn hertogi fyrstur manna
í Noregi.
í handritinu AM 748 I b 4to lýkur afriti af Málskrúðsfræði ólafs
hvítaskálds, bróðursonar Snorra, með þeim orðum að nú „vpphefr skalld-
skaparmal ok kænningar æptir þvi sæm fyri fvndit var i kvæðvm hǫfvt-
3 Heimir Pálsson, „reflections on the Creation of Snorri Sturluson‘s Prose Edda,“ Scripta
Islandica 68 (2017): 189–232.
4 Ritrýnir telur að hér hefði verið við hæfi að fjalla nokkuð rækilega um þær gerðir Skáld-
skaparmála sem birtast í aM 748 I b 4to og aM 757 4to. Það var ekki markmið höfundar
að þessu sinni.
5 Snorri Sturluson: The Uppsala Edda: DG 11 4to, útg. Heimir Pálsson (London: Viking
Society for northern research university College, 2012), 6 (héreftir stytt Edda 2012). –
Kaflaheitið Gylfaginning kemur ekki fyrir fyrr en síðar (sama rit bls. 10) og kaflaheitið
Skáldskaparmál er sem sérnafn búið til af fræðimönnum, en í Eddu 2012 einatt í fyr-
irsögnum „skáldskapar mál ok heiti margra hluta“.