Gripla - 20.12.2018, Síða 70
GRIPLA70
gild vitni, skinnhandritin og Trektarbók.12 Það liggur því í augum uppi
að miklu varðar fyrir ritunarsögu Eddu að takist að gera fulla grein fyrir
samhengi megingerðanna, SnK og SnU.13 Og þar sem DG 11 4to er eina
vitnið um SnU er nauðsynlegt að hafa af því handriti nokkra mynd. Þeir
hafa báðir lýst handritinu vel, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Lasse
Mårtensson og verður ekki farið nánar í þá sauma hér.14 Þó sýnist þarft
að geta þess að eftir að lýkur frásögn af heimsókn Ganglera í Valhöll með
líkum hætti og í SnK hefst verkhluti sem kallaður hefur verið Annað svið
Gylfaginningar og er efni sótt í Skáldskaparmál eins og þau eru í SnK.15
Þá tekur við efni sem vafalaust á enga samleið með Eddu frá upphafi,
Skáldatal, Ættartala Sturlunga og Lögsögumannatal.
Lokasíða þriðja kvers, bl. 26v hefur verið skilin eftir auð en ekki löngu
síðar dregin þar heimsfræg mynd af Ganglera og ásunum þrem. Með
fjórða kveri handritsins, hefjast svo Skáldskaparmál, þ.e.a.s. námsefnið
um kenningar og heiti, og lýkur á bl. 45r án þess að nokkur eiginlegur botn
sé í sleginn. Þá fylgir efni sem venja er að kalla „Aðra málfræðiritgerðina“
af því að hún fær það sæti meðal málfræðiritgerðanna í Wormsbók (aM
242 fol.) en hefur e.t.v. heitið Háttalykillinn í DG 11 4to.16 Þegar ritgerð-
inni lýkur er á einni síðu, bl. 48r, skrá yfir 36 fyrstu vísur Háttatals, og er
skrifað eitt eða tvö fyrstu vísuorð hverrar vísu. Þessi skrá hefur að mati
12 Handritið AM 756 4to er skinnhandrit frá 15. öld og fylgir texta Wormsbókar.
13 Í áðurnefndri grein Hauks Þorgeirssonar „a Stemmatic analysis of the Prose Edda“, 49 er
að finna mjög skýrt yfirlit yfir handrit og handritabrot sem koma við sögu þegar leitast er
við að skapa sameiginlega ættarskrá allra Edduhandrita. Þar er og rækilega farið í saum-
ana á stemmugerð fyrri tíðar. Niðurstaða Hauks er ágætlega rökstudd að því er varðar
Skáldskaparmál, en þaðan eru flest dæmi hans. um Gylfaginningu kann hins vegar að gegna
öðru máli, þótt ekki verði rakið hér.
14 Guðvarður Már Gunnlaugsson, „Hvernig leit uppsalabók út í öndverðu?“ Á austrvega:
Saga and East Scandinavia. Preprint of 14th International Saga Conference, ritstj. Agneta
ney, Henrik Williams og fredrik Charpentier Ljungqvist (Gävle: Gävle university Press,
2009), 343–345. Lasse Mårtensson, Skrivaren och förlagan Norm och normbrott i Codex
Upsaliensis av Snorra Edda (oslo: novus forlag, 2013), 50–51.
15 nafngiftin „annað svið Gylfaginningar“ kom fram í útgáfum Heimis Pálssonar af uppsala-
eddu, fyrst 2012 í Snorri Sturluson: The Uppsala Edda DG 11 4to, lxxiv. Þetta er sú útgáfa
sem notuð er hér til að sýna texta SnU.
16 Þessa ritgerð hefur best rannsakað fabrizio D. raschellà, The So-called Second Grammatical
Treatise: An Orthographic Pattern of Late Thirteenth-Century Icelandic (firenze: felice le
Monnier, 1982). Niðurstaða hans er sú að forritið sem eftir er farið í DG 11 4to sé ekki
hið sama og síðar var notað í Wormsbók og að einhverju leyti hafi það líklega staðið nær
frumgerð ritgerðarinnar.