Gripla - 20.12.2018, Page 72
GRIPLA72
Námsbókin og byrjunarörðugleikarnir
Skáldskaparmál eru eini hluti Eddu sem á sér skýra marklýsingu, þar sem
ávarpaðir eru skáldskaparnemar:
Tafla 1: Marklýsingar í SnK og SnU
Hér ber gerðunum lítið sem ekkert á milli annað en það að í SnK er talað
um að skilja þessa bók „til fróðleiks ok skemtunar“ en í SnU einungis „til
skemtanar“.21 Ekki fer á milli mála að námið er fólgið í þrennu: a) að læra
smíði kenninga. b) að afla sér orðaforða (heita). og c) að læra að túlka
fornan kveðskap. allt tengist þetta vafalaust enn á þrettándu öldinni utan-
bókarlærdómi. Þannig hefur það að sjálfsögðu verið öldum saman fyrir
ritöld: Piltar (og stúlkur) lærðu dæmi um rétt kveðinn texta, þangað til
nóg var komið til að skapa eigin tilfinningu fyrir hrynjandi og rímstöðu (fá
brageyra) og síðan var fyllt á með tækni við kenningasmíð og með orða-
forða. Það er alveg sama hvernig þessari markmiðsgrein er velt: Hún fjallar
um það sem hvert uppvaxandi skáld (eða kannski fremur hagyrðingur) varð
að læra utanbókar jafnt fyrir og eftir að ritöld hófst.
SnK Edda 1998, 520
En þetta er nú at segja ungum skáldum
þeim er girnask at nema mál skáld-
skapar ok heyja sér orðfjǫlða með
fornum heitum eða girnask þeir at
kunna skilja þat er hulit er kveðit: þá
skili hann þessa bók til fróðleiks ok
skemtunar. En ekki er at gleyma eða
ósanna svá þessar sǫgur at taka ór
skáldskapinum fornar kenningar þær
er hǫfuðskáld hafa sér líka látit.
SnU Edda 2012, 90
En þat er at segja ungum skáldum
er girnast at nema skáldskapar mál
ok heyja sér orðfjǫlða með fornum
heitum eða skilja þat er hulit er ort, þá
skili hann þessa bók til skemtanar. En
ekki er at gleyma eða ósanna þessar
frásagnir eða taka ór skáldskapnum
fornar kenningar er hǫfuðskáldin hafa
sér líka látið.
20 Snorri Sturluson: Edda. Skáldskaparmál: 1. Introduction, Text and Notes, útg. Anthony
faulkes (London: Viking Society for northern research, 1998). Þetta er sú útgáfa sem
notuð er hér til að sýna texta Skáldskaparmála í SnK og þá stytt Edda 1998.
21 Sverrir Tómasson túlkar þessa klausu einnig til skýringar á hlutverki Gylfaginningar,
„nýsköpun eða endurtekning?“ Guðamjöður og arnarleir: Safn ritgerða um eddulist, ritstj.
Sverrir tómasson (reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), 10–11. Það er þó ekki hafið yfir allan
vafa að nota megi þessa marklýsingu svo að hún gildi líka um Gylfaginningu. Þegar vísað
er í SnK litlu síðar til þess sem segir í upphafi bókar þurfa þau orð ekki að vísa til annars en
formálans, og í SnU eru þau ekki.