Gripla - 20.12.2018, Síða 73
73
Ef Skáldskaparmál eru skoðuð sem námsbók má auðveldlega sjá í gerð-
unum tveim mismunandi stefnur í kennslubókagerð. Önnur leggur áherslu
á að „blanda hið stríða blíðu“, skjóta því sem þarf að læra utanbókar inn
milli skemmtisagna og fróðleiks sem ekki þarf að læra staf fyrir staf. Þetta
er það sem ritstjórar SnK gera. Hins vegar er svo sú stefnan sem segir að
í kennslubók skuli nemendur finna með sem minnstri fyrirhöfn það sem
eigi að læra. Þetta er það sem við okkur blasir í DG 11 4to, þegar goðsögur
og gamanefni eru flutt út úr kenninga- og heitakaflanum, því sem skáld-
efnin eiga að læra utanbókar. Það breytir í því sambandi engu þótt sögurnar
búi yfir fróðleik sem gagnlegur teldist til skilnings á flóknum kenningum.
Frásögnin auðveldar þá ekki bara skilning heldur gerir hún einnig merk-
ingu kenninga eftirminnilegri (t.d. munntal jǫtna eða iljablað Hrungnis).
Sögurnar sem mestu varða í umræðu um gerðirnar tvær eru sýndar í
töflu 2 og með upplýsingum um lengd þeirra í hvorri gerð fyrir sig. Eins
og gerð verður nánari grein fyrir síðar greina þrjár sögur sig algerlega frá
og eru þær tölusettar 1, 2 og 7 í töflunni. af þeim þrem skipar þó sagan um
kvörnina Grotta, sem hér er kölluð Fróðamjölið, sérstakan sess eins og bent
er á í neðanmálsgrein. um fyrstu sögurnar eru skoðanir verulega skiptar.
Saga SnK orð Bls. 1998 SnU orð Bls. 2012
1 Brottnám Iðunnar 836 1–2 394 86, 88
2 Skáldamjöður og mjaðarheimt 990 3–5 381 88
3 Þór og Hrungnir 1096 20–22 1070 90, 92, 94
4 Þór og Geirröður 560 24–25 582 94, 96
5 Sifjarhárið, dvergasmíð 713 41–43 702 236, 238
6 Oturgjöld 541 45–46 491 238, 240
7 Fróðamjöl (Grottasöngur)22 332 51–52 81 244
8 frá Hrólfi kraka 748 58–59 633 240, 242
9 Hjaðningavíg 384 72 351 234
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
22 Hér má auðveldlega fallast á tilgátu útgefenda Grottasöngs 2014: „Líklegt er að í upphaflegri
og eldri gerð hafi í lausamálinu verið tilvitnun í upphafserindi […] en kaflinn ýmist verið
styttur eða felldur niður í U, W, 748 I og 757. Hins vegar hefur kvæðinu í heild verið bætt
við kaflann um Grotta í forriti SnK og t en um leið felld niður tilvitnun í upphafsvísuna
inni í frásögninni. Snorri hefur þekkt kvæðið eða vitað um það þegar Skáldskaparmál voru
sett saman, en hann hefur auk þess þekkt goðsagnir um Grotta sem varðveittu fleiri efnis-
atriði en kvæðið gerir.“ Eddukvæði II, útg. Jónas Kristjánsson og Vésteinn ólason. íslenzk
fornrit (reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2014), 176. Sjá einnig Vésteinn Ólason,
„Grottasöngur.“ Gripla XII (2005), 117–118.
Tafla 2: Lengd sagna í SnK og SnU