Gripla - 20.12.2018, Side 74
GRIPLA74
Öll byrjun er erfið. Það fer ekki milli mála að hinn fyrsti ritstjóri eða höf-
undur Skáldskaparmála átti í talsverðum byrjunarörðugleikum. Það sést
m.a. í SnK á því að bragfræðikennsla Braga í veislunni í Ásgarði fer haltr-
andi af stað og blandar fræðin sögum sem koma efninu mismikið við, auk
þess sem kenningalisti óðins fellur niður, eins og síðar verður að vikið. Það
eru þessar inngangssögur sem skrifari DG 11 4to hefur fengið fyrirmæli
um (eða ákveðið) að flytja úr námsefninu, því sem verðandi skáld hljóta að
læra uns þau hafa það á hraðbergi.23
Fyrstu sögurnar eru færðar á Annað svið Gylfaginningar og þegar í
upphafi verður ýmislegt einkennilegt:
SnK Edda 1998, 1
Einn maðr er nefndr Ægir eða Hlér.
Hann bjó í ey þeiri er nú er kǫlluð
Hlésey. Hann var mjǫk fjǫlkunnigr.
Hann gerði ferð sína til Ásgarðs, en
er Æsir vissu ferð hans var honum
fagnat vel ok þó margir hlutir með
sjónhverfingum. ok um kveldit er
drekka skyldi þá lét óðinn bera inn í
hǫllina sverð, ok váru svá bjǫrt at þar
af lýsti, ok var ekki haft ljós annað
meðan við drykkju var setit. Þá gengu
Æsir at gildi sínu ok settusk í hásæti
tólf Æsir, þeir er dómendr skyldu vera
ok svá váru nefndir:24 Þórr, njǫrðr,
Freyr, Týr. Heimdallr, Bragi, Viðarr,
23 Sagan um eplaránið hefur hér talsverða sérstöðu því Hár ýjar að því við Ganglera þegar
Iðunn er nefnd til sögu í kynningu Braga að nærri hafi legið að stórslys yrði, en kveðst fyrst
þurfa að segja frá öðru (Edda 2005, 23). fyrst sagan um Þjaza og Iðunni skýtur svo upp
kollinum á einkennilegum stað í Skáldskaparmálum kynni það að benda til þess að hún hafi
gengið af þegar Gylfaginning var sett saman en þótt of góð fyrir glatkistuna.
24 Vafalítið má í þessu dómaratali í veislunni heyra enduróm frá þeim tólf höfuðmönnum sem
áttu að dæma landslög í Sigtúnum, sbr, Snorri Sturluson: Edda: Prologue and Gylfaginning,
útg. anthony faulkes [2. útg.] (London: Viking Society for northern research, 2005), 6,
og í Gylfaginningu er sagt að við urðarbrunn eigi guðin dómstað sinn (sama rit 17). Hvergi
kemur fram í SnK að kveðnir hafi verið upp dómar í veislunni.
SnU Edda 2012, 86
Frá heimboði ása með Ægi
Þessir æsir þágu heimboð at Ægi í
Hlésey. Áðr hafði Óðinn honum heim
boðit. Um kveldit lét óðinn bera sverð
í hǫllina ok lýsti þar af sem logum
bjǫrtum. Þórr var þar, njǫrðr, freyr,
Týr, Heimdallr, Bragi, Viðarr, Váli,
ullr. Hœnir, forseti, Loki. Ásynjur:
Slík, Frigg, Freyja, Gefjun, Iðunn,
Gerður, Sigyn, Skolla, Nanna.