Gripla - 20.12.2018, Síða 75
75
Tafla 3: Heimboð í Ásgarði eða Hlésey
Hér er margt að ugga.25 Í SnK virðist Ægir líta inn óboðinn í Ásgarð
en þó er honum vel tekið og eins og Ganglera í upphafi Gylfaginningar
með margvíslegum sjónhverfingum. í SnU er þessu snúið við, æsir eru í
heimboði í Hlésey hjá Ægi, en áður hefur hann þó þegið heimboð í Ásgarði.
Einungis sverðin sem óðinn lætur bera í höllina eru eins í báðum gerðum,
og þó eiga þau engan veginn heima í Snu þar sem Ægir er húsráðandi.
Þeir æsir sem veisluna sitja eru hinir sömu og taldir í sömu röð, sem
reyndar er nokkurn veginn hin sama og í kynningu ása í Gylfaginningu
og í kenningatalinu síðar í Skáldskaparmálum. Bendir flest til að heiti og
göfgi goðanna hafi verið nokkuð reglubundin. Að mestu er sama að segja
um ásynjur, en þó skera tvær sig úr í Snu: Slík og Skolla. Hvorug þeirra
er nefnd annars staðar og heitin reyndar með ólíkindum. Sé hins vegar
horft á textann í SnK er ljóst að á sama svæði og Slík skýtur upp kolli fyrst
ásynja í DG 11 4to segir í Konungsbókargerð: „Slíkt sama ásynjur“ og þar
sem Skolla er nefnd í DG 11 4to er talin Fulla í SnK. Mislestur (á torlæsu
handriti?) gæti hafa fætt Slík af sér, og hafi verið skrifað ſvlla í forriti má
hæglega búa til nafn sem byrjar á ſ, hátt s og f eru afskaplega lík.
í báðum gerðum verður framhaldið efnislega hið sama, sagan af brott-
námi Iðunnar og það er Bragi sem er sögumaður en textinn í DG 11 4to er
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
25 í greininni „Tertium vero datur“ árið 2010 fjallaði Heimir Pálsson um Brottnám Iðunnar
og var niðurstaða hans: „When everything is taken into consideration, this seems to be
one of the myths where it is easiest to belive in two different sources for the two different
versions,“ 61.
Váli, Ullr, Hœnir, Forseti, Loki; slíkt
sama Ásynjur: frigg, freyja, Gefjun,
Iðunn, Gerðr, Sigyn, Fulla, Nanna.
Ægi þótti gǫfugligt þar um at sjásk.
Veggþili ǫll váru þar tjǫlduð með
fǫgrum skjǫldum. Þar var ok áfeng-
inn mjǫðr ok mjǫk drukkit. næsti
maðr Ægi sat Bragi, ok áttusk þeir
við drykkju ok orðaskipti. Sagði Bragi
Ægi frá mǫrgum tíðindum þeim er
Æsir hǫfðu átt.
Bragi segir Ægi frá mǫrgum tíðindum.