Gripla - 20.12.2018, Page 77
77tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
26 Finnur Jónsson, „Indledning,“ Edda Snorra Sturlusonar: Udgivet efter håndskrifterne af
Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat ved Finnur Jónsson. (København: Gylden-
dalske Boghandel – nordisk forlag, 1931), xx. Það sem hér stendur innan sviga er að vísu
ekki alveg rétt, því í útgáfu sinni af Eddu (Snorra-Edda: ásamt Skáldu og þarmeð fylgjandi
ritgjörðum, útg. r. Kr. rask (Stokkhólmur: Hin Elménska prentsmiðja, 1818), 79–87), hafði
rask nefnt þennan hluta verksins svo og þá vísað til þess (bls. 79) að í pappírshandritinu,
sem hann nefnir St., sé frásögnin allt aftur að hinni eiginlegu bragfræðikennslu sett undir
þetta heiti.
27 „Edda Snorra Sturlusonar: Dens oprindelige form og sammensætning,“ Aarbøger for nordisk
oldkyndighed og historie II række 13 (1898): 283–357.
Ef gera ætti ráð fyrir (eins og oft hefur verið gert) að skrifari DG 11 4to
hefði stytt frásögn SnK svo sem hér sæist, væri það í talsverðri mótsögn við
það sem oftast gerist í afritun sagna í handritinu.
um upphaf Skáldskaparmála komst finnur Jónsson svo að orði:
Det andet hovedafsnit, som plejer at kaldes Skáldskaparmál […]
begynder med en fremstilling af skjaldedrikkens oprindelse under
form af samtale mellem Brage og Ægir […] som man derfor har kaldt
Bragarœður (navnet findes ikke i noget hds.)26
annars taldi finnur ekki þörf á að fjalla um styttingar uppsalaeddu um-
fram það sem hann hafði gert í ritgerð í aarbøger árið 1898.27 í þeirri
ritgerð gaf hann DG 11 4to þá einkunn að hún hafi „undtagelsesstilling ved
sin over alle grænser mishandlede tekst“ (bls. 293). Í ljósi þessara orða er
athyglisvert að hann notar ekki tækifærið þegar kemur að Iðunnarsögninni
og skáldamiðinum heldur segir (bls. 308):
Tager vi nu hver del af Skm. for sig, er der ingen grund til at dvæle ved
de indledningskapitler, ser i Sn.E. udg. udgör kap. 55–8 af Gylf., u’s
32–33, 34 begynd.
Kaflarnir sem hér eru nefndir eru einmitt þær sögur sem fluttar voru í
Snu, það sem hér er á minnst sem upphaf 34. kafla þeirrar gerðar er það
sem hér er sýnt í töflu 12 og sýnist býsna athyglisvert. En það skýrist
síðar í grein Finns hvers vegna honum þykir allt það sem fram kemur í
„Bragaræðum“ lítils vert. Því meginatriði er þá fyrir honum hvers vegna
efnið var fært til og á því er einföld skýring: