Gripla - 20.12.2018, Page 78
GRIPLA78
28 Sama rit, 316.
29 Sama rit, 292.
30 Daniel Sävborg, „Blockbildningen i Codex regius“, 51
31 Sama rit, 16.
Skriveren (eller skriveren af u’s original) agtede i begyndelsen ikke
at skrive mere end værkets mytiske bestanddele, først og fremmest
Gylfaginning. Han medtog »Bragaræður«, eftersom også de er mytiske;
og han tilföjede så de kapitler af Skm., som indeholdt myter, virkelige
gudesagn i en udførlig affattelse, og som derved sluttede sig godt til
indholdet af Gylf.28
Þessi skoðun Finns styrktist að því er virðist af því að hann ætlaði skrifara
DG 11 4to ekki sérstaklega hugsandi, þótt hann viðurkenndi að vísu að
„handen er i sig selv god nok.“29
í grein sinni um „blokkamyndun“ í DG 11 4to gerði Daniel Sävborg
samanburð á því sem hann túlkaði sem styttingar í Gylfaginningu og
Skáldskaparmálum og komst að þeirri niðurstöðu að besta lausnin
(„rimlig“) til skýringar væri að Snu væri endurvinnsla („omarbetning“)
á texta RTW.30 Áður hafði hann að því er virðist fallist í meginatriðum á
kenningar Finns Jónssonar um afstöðu handritanna.31
Í skrifum sínum um Eddu 2010–2013 hallaðist Heimir Pálsson að því
að munur textanna yrði auðveldlegast skýrður með því að gera ráð fyrir
ólíkum heimildum í munnlegri gerð. Hér verður hvorki gerð tilraun til
að sanna eða afsanna þá tilgátu frekar en aðrar, en í staðinn bent á að enn
kynnu ekki öll kurl að vera komin til grafar og mætti vel bæta við einni
tilgátunni enn.
í dæminu um Brottnám Iðunnar gæti skýringin verið allt önnur. Sagan
sem hér um ræðir stóð fremst í Skáldskaparmálum í SnK. Það handrit
Skáldskaparmála sem farið var eftir þegar Codex upsalienis, forrit DG 11
4to, var skrifað hefur sennilega verið sjálfstætt verk (bók) og kannski notað
áratugum saman sem námskver. Þá er býsna líklegt að það hafi gerst, sem
títt var um íslensk handrit, að fremsta blaðið (og kannski jafnvel tvö eða að
minnsta kosti þrjár fyrstu síðurnar) hafi orðið bæði óhreint og slitið og það
svo að margt var torlesið þar. Það var komið að lokum þrettándu aldar eða
jafnvel fram á þá fjórtándu og nú hafði verulega fækkað þeim sem kunnu
goðsagnirnar. Skrifaranum væri þá stundum nauðugur kosturinn: Það
verður að geta í eyðurnar og hlaupa yfir það sem engan veginn verður lesið.