Gripla - 20.12.2018, Page 83
83
(Eddukvæði I 2014, 408), (3) kafli úr sögu um Völsunga, þar sem oturgjöldin
eru gerð að rínargulli og sagan rakin allmiklu lengra (Edda 1998, 46–50)33
og loks verður (4) sagan um Grottakvörnina til muna lengri (Edda 1998,
51–52) enda fylgt eftir með Grottasöng öllum.
Þess verður að gæta að fyrstnefndu sögurnar þrjár eru í öllum handrit-
unum RTW og hljóta því að hafa komið inn í frumrit þeirrar gerðar, ef þær
voru ekki með frá upphafi. 34
Vitanlega er hugsanlegt að það sé ritstjóri SnU-gerðarinnar sem ákveður
að fella allar þessar sögur niður. Sannast mála er að þær bæta afskaplega
litlu við það sem áður er komið í kenningaþættinum. í gervallri sögunni
af Völsungum og Gjúkungum er t.d. hvorki að finna skýringu á því hvers
vegna gull er kallað beður orma né arfur Niflunga eða byrði Grana og
hefði þó mátt vænta skýringa af þeim toga þar. Sú saga kemur sem beint
framhald sögunnar um Andvaragullið og eru gerðirnar tvær samstiga að
þeim punkti.
En ritstjórar SnK láta ekki þar við sitja að segja langar sögur í lausu
máli. Smám saman er einnig að því er virðist aukið við löngum köflum úr
kvæðum og jafnvel heilum kvæðum. Þar er um að ræða eftirfarandi kvæði
og kvæðahluta.
Auðvitað er hugsanlegt að öll þessi kvæði eða kvæðabrot hefðu verið
felld niður í forriti DG 11 4to.35 En þar sem sennilegt virðist að í frumriti
SnK-gerðarinnar hafi efni verið aukið við, bæði sögum og kvæðum, sýn-
ist freistandi að geta þess til að svo hafi verið um flest dæmin sem hér um
ræðir og það því fremur sem kveðskapurinn eykur afskaplega fáu við það
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
33 Þessa frásögn taldi Finnur Jónsson komna úr sjálfstæðri sögu um Sigurð Fáfnisbana,
„Sigurðarsögunni gömlu“ („Indledning,“ Edda Snorra Sturlusonar: Udgivet efter hånd-
skrifterne af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat ved Finnur Jónsson (København:
Gyldendalske Boghandel – nordisk forlag, 1931), xxi–xxii). Hann var sannfærður um að
frásögnin væri viðbót við verk Snorra.
34 auðveldast er að hugsa sér (eins og finnur Jónsson gerði) að kaflanir um trójumenn
og Völsunga séu óviðkomandi frumverki Snorra. Efnislega skipta þeir litlu sem engu
(bæta hvorki við það sem annars er sagt um goð eða skáldamál) og einkanlega virðist
Völsungasagan þannig sögð að fátt minnir á stílsnilld Snorra.
35 Hér gerir ritrýnir athugasemd þess efnis að hér kynni samband SnK og handritsins AM
748 II 4to (sem tímasett er í skrám um 1400 og kallað C í ýmsum fræðum) að hafa áhrif á
afstöðuna til stemmans sem Haukur Þorgeirsson hefur dregið upp og áður var vísað til. Þótt
sú athugasemd kunni að vera rétt er vandséð hvaða áhrif hún hefur á það efni sem rætt er í
þessari grein.