Gripla - 20.12.2018, Page 85
85
sem þegar hafði komið fram í lausu máli. Það hefur stundum verið talið til
marks um að Þórsdrápa hafi verið felld niður í DG 11 4to að þar stendur:
„Eptir þessi sǫgu hefir ort Eilífr Guðrúnarson í Þórsdrápu“ (Edda 2012,
96), en það er lokleysa, því þessi setning merkir aðeins að sá eða sú sem
ritar eða ritstýri viti að til sé kvæði um þetta efni. Á sama hátt segir í SnK:
„úlfr uggason hefir kveðit eptir sǫgu Baldrs langt skeið í Húsdrápu“ (Edda
1998, 17–18, orðrétt eins í Eddu 2012, 144, nema hvað þar er langa hríð í
stað langt skeið) og ekkert dæmi er þar tekið úr kvæðinu, né heldur þegar
segir um átök Loka og Heimdallar um Brísingamen: „úlfr uggason kvað
í Húsdrápu langa stund eptir þeiri frásögu; er þess þar getit er þeir váru í
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
Tafla 9: Yfirlit yfir langar kvæðatilvitnanir í SnK
1998, 33) en í sögunni að Þjazi „flýgr eptir Loka ok dró arnsúg í flugnum“ (sama, 2). Í DG
11 4to kemur orðið ekki fyrir og má þá vel vera að orðalag sögunnar hafi rifjað kvæðið
upp fyrir sögumanni SnK, en það er ekki lán úr kvæðinu í sögunni, það sýnir breytingin
á sagnanotkuninni. – oft er líka nefnt nafnorðið sía sem haft er um glóandi knetti sem
kastað er í sögunni um viðureign Þórs og Geirrøðar og í Þórsdrápu (Edda 1998, 25 og 29;
sbr. Edda 2012, 96). En þá er þetta sama nafnorð og haft er í Gylfaginningu um þá bráðnu
kviku sem barst úr Muspellsheimi (Edda 2005, 10 og 12, Edda 2012 16 og 18) og varð vegna
glóðarinnar nothæft til himintunglagerðar. Hafi nú sögumaður Geirrøðarþáttarins þekkt
Gylfaginningu var honum sían því vel kunnug.
Fjögur og hálft erindi
úr ragnarsdrápu Braga
gamla
Edda 1998, 50–51 í beinu framhaldi af löngu
tilvitnuninni úr Völsunga
sögu og væntanlega sett inn
samtímis henni.
Grottasöngur Edda 1998, 52–57 Þann kafla sem hér um
ræðir vantar í Wormsbók
og verður ekkert um það
sagt hvort kvæðið hefur
verið í forriti þess texta.
Fjögur og hálft erindi
úr ragnarsdrápu Braga
gamla
Edda 1998, 72–73 Kemur sem framhald frá-
sagnarinnar um Hjaðninga-
víg og fjallar mest um
Hildi.