Gripla - 20.12.2018, Page 86
GRIPLA86
sela líkjum“ (Edda 1998, 19, sbr. Eddu 2012, 146). Enginn hefur, svo mér
sé kunnugt, gert því skóna að þar hafi verið felldir niður í öllum handritum
kaflar úr kvæðinu.39
Námsbókareinkenni handrits
í bók sinni um minnið bendir Mary Carruthers á að þess sjáist skýr merki
í námsbókahandritum miðalda að gripið sé til markvissra aðgerða til þess
að hver opna verði nemandanum minnisstæð, aðstoð við utanbókarnámið.
Þetta er til dæmis gert með myndskreytingum og skrautlegum upphafs-
stöfum (lýsingum almennt).40
Hið eina af handritum Snorra-Eddu sem frá upphafi virðist hafa verið
skreytt lituðum upphafsstöfum og fyrirsögnum er DG 11 4to. fyrirsögnum
og upphafsstöfum bregður að vísu fyrir eða þeim er ætlað pláss í Gks 2367
4to og AM 242 fol. en þar á er ekki sama regla og yfirleitt er íburður miklu
meiri í uppsalahandritinu. Í stafréttu útgáfunni 1977 gerði olof thorell
grein fyrir upphafsstöfum á blaðröndum, áherslumerkingunni v, sömuleiðis
á blaðröndum, fyrirsögnum og skrautrituðum upphafsstöfum en tengdi ekki
sérstaklega við inntak. Hann vakti þó athygli á að „Anfangerna förekommer
rikligast i Skáldskaparmál“.41 Hér verður gerð nánari grein fyrir þessu fernu,
sem allt má túlka sem ábendingar til notenda.
Samkvæmt talningu Thorells eru þess 184 dæmi í öllu handritinu að
fyrsti stafur fremsta orðs í línu sé dreginn á blaðröndinni og þar með gerður
ofurlítið sjálfstæðari og meira áberandi. Sérlega samræmd verður þessi
notkun í Vísnaskrá á undan Háttatali og reyndar er slík forstafabrúkun
tíð í Háttatali sjálfu án þess séð verði mikil regla á. í DG 11 4to fyllir
texti Gylfaginningar (fyrra og síðara svið) 39 síður og Skáldskaparmál 36.
Forstafur á blaðrönd kemur fyrir 36 sinnum í Gylfaginningu en 71 sinni í
Skáldskaparmálum og er því ljóslega talsverður tíðnimunur á, meðaltalið
39 Hér gerir ritrýnir skarplega ábendingu: „Líklegra virðist að sá sem jók kvæðunum við
frumgerðina hafi ekki getað fundið Húsdrápu.“ Þetta skýrði þá einnig að dæmin úr kvæð-
inu sem notuð eru (röskur tugur) í Skáldskaparmálum hafa verið með í upphaflegri gerð og
kvæðið því vel kunnugt þegar það vísnasafn kom til sögunnar.
40 Mary Carruthers, The Book of Memory: A Study of Memory in Medieval Culture (Cambridge:
Cambridge univerity Press, 2008 [1. útg. 1990]), 19.
41 Olof Thorell, „Inledning,“ Snorre Sturlassons Edda: Uppsalahandskriften DG 11: II (uppsala:
uppsala universitetsbibliotek – almquist & Wiksell International, 1977), xv.