Gripla - 20.12.2018, Page 90
GRIPLA90
45 fjörutíu og fimm dæmanna eru úr heitatali jarðar og sjávar, en þeir kaflar hafa (af van-
gáningi?) fallið niður í Snu.
46 Líklega eru þeir Kolli (prúði) og Bölverkur (arnórsson) þeir sömu og nefndir eru í
Skáldatali. En vísuhelmingur sem eignaður er Kolla í SnK er talinn eftir Bǫðvar balta í
SnU.
47 anthony faulkes, „Introduction,“ Snorri Sturluson: Edda: Skáldskaparmál (London: Viking
Society for northern research, 1998), xlviii. – a er handritið aM 748 I b 4to, B er aM 757
a 4to og U er DG 11 4to.
Mestu munar um hinar löngu kvæðatilvitnanir í SnK úr Haustlöng (7
og 13 erindi), Þórsdrápu (19 erindi), ragnarsdrápu (4½ erindi tvisvar),
Grottasöng (24 erindi), alls 72 vísur og vísupartar, en stök dæmi eru einnig
allnokkru fleiri í þeirri gerð (ríflega 70).45 Ef skoðuð eru þau dæmi sem
umfram eru í SnK sést þó að þar eru aðeins nefnd fjögur skáld sem ekki er
getið í uppsalabókargerð, Kolli, Steinarr, Bölverkur og Brennu-njáll.46
Ekki leikur neinn vafi á að listarnir, svörin við spurningunni „hversu
skal kenna“ eru frá upphafi sjálfstætt námsefni en vísnadæmin líklega
sett inn til staðfestingar og skýringar. Má það reyndar vel hafa verið eitt
af merkum verkum Snorra við samsetningu efnisins að koma skipulagi á
dæmin. Það skipulag er greinilega best fyrst, t.d. má heita að dæmin um
kenningar Þórs séu í nákvæmlega sömu röð og kenningar hans í listan-
um.
Það sem á milli ber gerðanna annars staðar er á hinn bóginn að sumu
leyti stórt í sniðum en sýnist þó flestallt auðskýrt. Verður vikið að því
síðar.
Heitatal
Í inngangi að útgáfu sinni á Skáldskaparmálum sagði anthony faulkes:
It is clear that the Prose Edda, and Skáldskaparmál in particular,
was in a continual process of revision and expansion, and it is likely
that this process began with Snorri himself, so that some redactions,
such as that in u and maybe those in a and B, could be based on
drafts he made himself (or had someone make).47
Hér skal ekkert um það sagt hvort líklegt sé að forrit DG 11 4to hafi borið
merki endurskoðunar frá Snorra sjálfum, en tekið heils hugar undir hitt,
að einkanlega hefur kennslubókarhluti Eddu verið í stöðugri endursköpun.