Gripla - 20.12.2018, Page 91
91
Þessa sjást mjög skýr merki ef borin er saman röð heita í SnK og SnU, en
um kenningaröð eru gerðirnar mjög á einu máli og hvorri tveggja lýkur á
kenningum um Krist og síðan fylgir dálítil rispa um jarðneska konunga og
smærri höfðingja (Edda 1998, 78–83; Edda 2012 194–202).
í kjölfarið kemur svo heitatal í báðum gerðum. Hugtakanotkun er að
vísu dálítið á reiki, því það sem í SnK heitir „ókend setning skáldskapar“
verður „kend setning skáldskapar“ í Snu. Það er þó nokkuð ljóslega ritvilla
því á báðum stöðum er verið að huga að skáldlegum orðaforða, því sem
núorðið eru kölluð heiti. Orðasöfn og skilgreiningar eru í öllum meg-
inatriðum (og flestum smáatriðum) hin sömu í báðum gerðum, en röð
heitaflokkanna ekki.
Bæði Guðrún Nordal48 og Heimir Pálsson49 hafa sýnt í töfluformi
mismunandi röð heita í SnK og SnU. Hér verður einungis fjallað um það
sem mestu máli skiptir til að varpa ljósi á ritstjórnina í DG 11 4to.
Í SnK verður röðin þessi:
Skáld/Skáldskapur → goð → heimsmyndin (himinn, sól, tungl, jörð) →
spendýr (úlfur, björn, hjörtur, hestur, uxi, (ormar), naut, sauður, svín) →
loft og veður → fuglar (hrafn, örn) → heiti sjávar → heiti elds → nöfn stund-
anna → nöfn manna → Hálfdanarsynir (fyrra og síðara yngi) → skáld (og
fleiri heiti manna) → heiti manns (viðurkenningar, sannkenningar) →
heiti konu → líkamshlutar (höfuð, munnur, hjarta, (hugur), hönd, fótur)
→ mál → orrusta → vit → ofljóst
Í Snu verður röðin hins vegar þessi:
Skáld/Skáldskapur → goð → himinn50 → stundir → sól og tungl →
Hálfdanarsynir (fyrra og síðara yngi) → skáld (og fleiri heiti manna)
→ fornöfn → hæverskra manna nöfn → viðurkenningar → sannkenning →
kvenna nöfn → höfuðið → munnur → nýgervingar → hönd → fótur → mál
og vit → vargur → björn → hjörtur og hestur → ormar → hrafn og örn →
eldur → orrusta
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
48 Guðrún Nordal, Tools of Literacy: The Role of Skaldic Verse in Icelandic textual Culture of the
Twelfth and Thirteenth Centuries (toronto, Buffalo, London: university of toronto Press,
2001), 216–221.
49 „Bók þessi heitir Edda“, 264–266.
50 Ranglega nǫfn heimsins í fyrirsögn og meginmáli.