Gripla - 20.12.2018, Page 94
GRIPLA94
Meginmunur gerðanna liggur greinilega í endurröðun efnis í SnU og
réttilega benti Guðrún nordal á:
the order is reversed, from the point of view of subject matter in
the two manuscripts, A [Gks 2367 4to] and U. u starts at the top
of the heavens and moves downward: heaven – king – man –ani-
mals – fire – ragnarökkr; whereas A starts at the bottom and moves
upwards, concluding with man at the very end, in the same way as
all the manuscripts except U.51
Þar sem DG 11 4to er eina handrit sem vitnar um þessa röð liggur beint við
að gera ráð fyrir að þetta sé breyting sem annað hvort er gerð í því handriti
eða forriti þess. Hún heyrir því til SnU-gerðinni. En þar með er ekki öll
sagan sögð.
Í bók sinni um uppsalahandritið DG 11 4to benti Lasse Mårtensson á
að eðlilegt væri að líta á kaflann frá því er hefst frásögn um Hálfdanarsyni
til loka eldsheitanna sem afmarkaðan hluta Skáldskaparmála.52 í handrit-
inu eru þetta blöðin frá 38r til 41r, átta síður og allar innan sama kvers, hins
fimmta í handritinu.
Það er laukrétt sem Lasse Mårtensson vakti athygli á: Hálf síða auð,
37v, getur ekki bent til annars en mikilvægra skila í verkinu. Áður hefur
það gerst við lok Gylfaginningar á bl. 22v og á bl. 26r, þegar lýkur lögsögu-
mannatali, og á þeim stöðum hefur autt skinn síðar verið notað fyrir krot og
myndir, þótt varla jafnist á við heilsíðumyndina af Ganglera og goðaþrenn-
ingunni á bl. 26v eða þá ágætu riddarateikningu sem fundinn er staður á 37v
og skapgott ungmenni hefur krotað við: Hér ríðr maðr, Jón mágr!53
Svo sem til að leggja áherslu á kaflaskilin hefst bl. 38r með stórum og
fagurlega dregnum upphafsstaf. Eins og áður er sagt fylgja þeir næstum
51 Guðrún Nordal, Tools of Literacy, 231.
52 Mårtensson, Skrivaren och förlagan, 46–47.
53 Um þessa mynd og aðrar eyðufyllingar hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir fjallað í „The
Dancers of De la Gardie 11,“ Medieval Studies 74 (2012): 307–330. Það er mat manna að
teikningarnar séu ekki miklu yngri en textaskrifin og án þess nokkur rök séu til að halda
að þær séu gerðar notendum til hagræðis er varla nokkur vafi á að þær hafa hjálpað verulega
til við að gera síður minnisstæðar. Til dæmis mætti nemandi vel hafa séð í riddaranum á bl.
27v mjög nýtilega staðalmynd fyrir alla Hálfdanarsynina sem talað var um á hægri síðunni
í sömu opnu.