Gripla - 20.12.2018, Page 96
GRIPLA96
annarra kveðskap miklu fremur en af reglum eða hugtakakennslu. Kunnað
þar með meira í skáldlegri málbeitingu en skáldskaparfræðum.
Ef gert væri ráð fyrir að texti Gks 2367 4to sé sem næst samhljóða því
sem verið hefur í forriti DG 11 4to sýnist túlkun skrifarans hafa verið sér-
kennileg. Hann hefur að vísu náð tökum á hugtökunum mál og háttr en
einfaldar „þrenna grein skáldskaparmáls“ yfir í kent og ókent (sem vænt-
anlega svarar til þess sem síðar er kallað kenningar og heiti). En þegar
kemur að því að Bragi útlisti kenningar (og skal tekið fram að hér fylgjast
SnK Edda 1998, 5
Þá mælir Ægir: Hversu á marga lund
breytið þér orðtǫkum skáldskapar, eða
hversu mǫrg eru kyn skáldskaparins?
Þá mælir Bragi: tvenn eru kyn þau er
greina skáldskap allan.
Ægir spyr: Hver tvenn?
Bragi segir: Mál ok hættir.
Hvert máltak er haft til skáldskapar?
Þrenn er grein skáldskaparmáls.
Hver?
Svá: at nefna hvern hlut sem heitir;
ǫnnur grein er sú er heitir fornǫfn; in
þriðja málsgrein er kǫlluð er kenning,
ok er sú grein svá sett at vér kǫllum
óðin eða Þór eða Tý eða einnhvern
af Ásum eða álfum, at hverr þeira er
ek nefni til, þá tek ek með heiti af
eign annars Ássins eða get ek hans
verka nokkvorra. Þá eignask hann
nafnit en eigi hinn er nefndr var, svá
sem vér kǫllum Sigtý eða Hangatý
eða Farmatý, þat er þá óðins heiti, ok
kǫllum vér þat kent heiti. Svá at kalla
Reiðartý.
SnU Edda 2012, 90
Hér segir hversu skilja skal skáldskap
Þá mælti Ægir:
Hve mǫrg eru kyn skáldskaparins?
Bragi segir: tvenn: Mál ok háttr.
Ægir spyrr: Hvat heitir mál skáldskap-
arins?
Bragi segir: tvent kent ok ókent.
Ægir segir: Hvat er kent?
Bragi segir: at taka heiti af verkum
manns eða annarra hluta eða af því er
hann þolir ǫðrum eða af ætt nokkurri.
Ægir segir: Hver dæmi eru til þess?
Bragi segir: at kalla Óðin fǫður Þórs,
Baldrs eða Bezlu eða annarra barna
sinna, eða ver Friggjar, Jarðar, Gunn-
laðar, Rindar, eða eiganda Valhallar
eða stýranda guðanna, Ásgarðs eða
Hliðskjálfar, Sleipnis eða geirsins,
óskmeyja, einherja, sigrs, valfalls.
Gervandi himins ok jarðar, sólar. Kalla
hann aldinn Gaut, hapta guð, hanga
guð, farma guð, Sigtýr
Tafla 12: Um heiti og kenningar