Gripla - 20.12.2018, Page 97
97
R, T og W ágætlega að) velur DG 11 4to allt aðra leið en hin handritin.
Þannig tekst að sneiða hjá hæpinni skilgreiningu „ok er sú grein svá sett at
vér kǫllum Óðin eða Þór eða tý eða einnhvern af Ásum eða álfum, at hverr
þeira er ek nefni til, þá tek ek með heiti af eign annars.“
Þar er fyrst til að taka að þessi lýsing SnK á kenningasmíðinni stenst
ekki, *geirs Þórr er ekki óðinskenning eða *hamars Baldr Þórskenning!
Hins vegar er sama hugmynd endurtekin í SnK: „Svá má kenna allar
ásynjur at nefna annarrar nafni ok kenna við eign eða verk sín eða ættir“
(Edda 1998, 30) og litlu síðar: „Ásu er svá rétt at kenna at kalla einnhvern
annars nafni ok kenna við verk sín eða ættir“ (bls. 33) og í Snu kemur hún
fram þar sem segir „Svá skal kenna aðrar ásynjur ok nefna annarrar nafni
ok kenna við eign eða verk sín eða ættir“ (Edda 2012, 148). – Í kveðskap
virðist naumast vera unnt að nota nokkur ásaheiti með þessum hætti nema
Tý í Óðinskenningum (farmatýr, Sigtýr). röklega séð væri vel hægt að
smíða aðferðina, og e.t.v. er orðalag Eddu til marks um að á einhverju stigi
hafi menn hugsað sem svo að víst væri þetta mögulegt.
En listi SnU um óðinskenningar er líka stórmerkur. Fyrst hann skýtur
upp kollinum í DG 11 4to á Öðru sviði Gylfaginningar þá hefur hann vænt-
anlega staðið í forritinu fremst í Skáldskaparmálum, á undan dæmunum
um óðinskenningar. Hann er alveg í samræmi og samhljóðan við kenn-
ingalista annarra ása, hefst á fjölskyldumálum og lýkur með ábendingum
um verk goðsins. En í frumriti SnK hefur listinn af einhverjum ástæðum
ekki staðið, og ýmislegt bendir til að þarna hafi orðalag þeirrar gerðar verið
orðið dálítið einkennilegt.
Mismun gerðanna sýnist meðal annars mega skýra svo að hér hafi forrit
DG 11 4to verið mjög illa lest og ritari hafi haft aðrar og þá fornlegar heim-
ildir um óðinskenningar, sem þá aftur hafa af einhverjum ástæðum ekki
komist með í SnK-gerðina.55
Að lokum skal hér horft til textastyttinga í DG 11 4to sem ekki eiga
sér neina samsvörun í Skáldskaparmálum en hins vegar í Gylfaginningu í
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
55 Vitanlega má velta fyrir sér hvort það hafi verið svo vel kristinn dánumaður sem ritstýrði
frumriti SnK að hann hafi ekki viljað gera óðni sérlega hátt undir höfði og því fellt listann
niður. Það verður þó veik kenning ef til þess er horft að haldið er til haga 25 vísnadæmum
um Óðinskenningar í SnK, einmitt þar sem kenningalistanum ætti að ljúka (Edda 1998,
7–11).