Gripla - 20.12.2018, Side 99
99
ekki af því.57 Helst er að skilja á sumum útgefendum að þeir telji að stefið
hafi reyndar aðeins verið eitt en notað sex sinnum. Whaley segir:
Lines 5-8 appear to be a stef ‘refrain’, in fact the only surviving one
from this poem, and the definite form stefit ‘the refrain’ in H-Hr’s
context to st. 11/5-8 is striking given the reference to six refrains in
the poem’s title. the placing of the stef is problematic. By definition
it would have appeared more than once in the poem, but where, and
whether as the second half of an eight-l. st. or a freestanding helm-
ingr, is unclear, and the prose sources do not agree, citing it var-
iously as a second helmingr to st. 11/1-4 (the arrangement adopted
in this edn), as a second helmingr to st. 21/5-8 and as a freestanding
citation after st. 20.58
textinn sem þarna ræðir um er þessi (og hér er fylgt merkjasetningu
Whaleys):
Lýtr folkstara feiti
(fátt es til, nema játta
þat, sem þá vill gotnum)
þjóð ǫll (konungr bjóða).
og er ekkert við því að segja þótt engin heimild nefni stef nema Hulda og
Hrokkinskinna. Heiti kvæðisins hefur hins vegar allt að einu verið skilið
svo að stefin hafi verið sex.59 Hér verður sú gáta hreint ekki ráðin, en bent
skal á að síðari helmingur vísnanna sem til er vitnað hér að framan er ekki
lakari stefstexti en hver annar.
Styttingarnar í DG 11 4to eru þess eðlis að engin leið er að hugsa sér
að þær séu gerðar út frá þeim texta sem staðið hefði í forriti af húsi og
kynþætti SnK, því hvernig sem velt er styttingunum g. h. st’./h. þ.er h’. s. v.
virðist óhugsandi að nokkur skrifari hefði búið þær til eftir textanum sem
í SnK stendur og er vandséð hvernig er unnt að fá í þær nokkurt vit nema
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa
57 Nýjasta útgáfa með skýringum er Þjóðólfr Arnórsson, Sexstefja, útg. Diana Whaley, Poetry
from the Kings’ Sagas 2: Part 1, ritstj. Kari Ellen Gade, Skaldic poetry of the Scandinavian
Middle Ages 2 (turnhout: Brepols, 2009), 108–147.
58 Sama rit, 110.
59 Sjá t.d. Jón Helgason „Norges og Islands digtning“, Litteraturhistorie B: Norge og Island,
ritstj. Sigurður nordal. nordisk Kultur 8:B. (Stockholm: Bonnier), 110.