Gripla - 20.12.2018, Page 101
101
í erkigerð SnK hafa lausamálssögur og bálkar úr kvæðum verið dreifðir
um það efni sem eðlilegt var að ætlast til að skáldnemar lærðu utanbókar,
kenninga- og heitalista auk dæmasafns. í ritstjórn SnU hefur því sagnaefni
verið fundinn staður annars vegar framan við Skáldskaparmál, á Öðru sviði
Gylfaginningar, eða að lokum heitakafla. Þar með var þjappað saman því
efni sem til utanbókarnáms var ætlað. Þetta var meðvituð ritstjórn, ætluð
til þess að gera námsefnið nemendavænna, ef svo mætti segja. Sami vilji
birtist í frágangi handritsins með fyrirsögnum, skreyttum upphafsstöfum
og ábendingarmerkjum á blaðrönd.
í DG 11 4to hefur verið safnað saman efni sem komið gæti að notum við
nám skáldefna, sögulegum fróðleik í Skáldatali, málvísifræðum í Annarri
málfræðiritgerðinni.
Langar kvæðatilvitnanir í SnK gætu vissulega hafa verið felldar niður
þegar til varð erkigerð SnU, en hitt virðist þó miklu sennilegra að þeim hafi
verið aukið inn í erkigerð SnKu.
Í forriti DG 11 4to, hefur lausamál Skáldskaparmála verið næstum
alveg samhljóða því sem sjá má í Gks 2367 4to að því fráteknu að alllangar
viðbætur hafa komið inn í erkigerð SnK, bæði af sama sagnastofni og
Trójumannasaga og Völsungasaga.
Þess má finna dæmi, þótt ekki hafi verið tíunduð hér, að aukið hafi
verið kveðskapardæmum í SnK-gerð eða felld niður í Snu, en þau tilvik
eru fá og auka litlu við þekkingu okkar á verkinu.
í dæmi úr Sexstefju Þjóðólfs Arnórssonar í DG 11 4to koma fyrir stytt-
ingar sem ekki verða með nokkru móti skýrðar hafi verið farið eftir þeim
texta sem fundinn verður í SnK-gerðinni. Eina skýringin sem að sinni
verður séð er að styttingarnar hafi verið í frumgerð en textinn lagfærður í
frumriti SnK-gerðar. Þar hefur þá á sínum tíma verið farið eftir skrifaðri
gerð Sexstefju.
Þetta væri þá glögg vísbending um að textinn í DG 11 4to byggi á fyrstu
gerð og hafi orðið til sjálfstæð erkigerð SnU. Hugsanlega mætti þar finna
skýringu á að í DG 11 4to virðist fylgja markmiðslýsingunni (Edda 2012,
90) leifar af kenningalista óðins, sem ekki kemur fram í SnK.
tVÆr GErÐIr SKÁLDSKaParMÁLa