Gripla - 20.12.2018, Page 170
GRIPLA170
Aðalsteinn vildi gefa af sjálfum sér. í elstu skjölum er hann kallaður rex
Saxonum et Anglorum [konungur Saxa og Engla] eða Angulsaxonum rex
[konungur Engilsaxa] en árið 930 er hann kallaður totius Brittaniae regni
solio sublimatus [konungur alls Bretlands] og árið 935 fer hann að kalla
sig basileus [keisari] að sið rómarkeisara í Konstantínópel og er þá ýmist
basileus, curagulus eða gubernator [stjórnandi] alls Bretlands. aðalsteinn
virðist hafa verið undir áhrifum frá konungum í Frakklandi og Saxlandi
sem gerðu tilkall til keisaratitils sem arftakar Karls mikla. Mynt frá dögum
aðalsteins segir svipaða sögu.
Fleiri þættir í máldögunum benda til þess að Aðalsteinn hafi verið
valdameiri en fyrirrennarar hans. Hann lét t.d. tvo konunga frá Wales og
sjö duces [hertoga] með norræn nöfn votta máldaga sem hann gerði árið
931. í öðrum máldaga frá 935 er Constantinus Skotakonungur meðal votta
ásamt þremur velskum konungum og owain konungur í Strathclyde er
vottur ásamt þremur velskum konungum í máldaga frá sama ári. í máldög-
unum eru hinir keltnesku konungar kallaðir subreguli [undirkonungar]
Aðalsteins, sem er skýr vitnisburður um styrk hans á Bretlandi.6 Svipaðan
vitnisburð má einnig finna í kvæði á latínu frá dögum Aðalsteins, Carta
dirige gressus, þar sem því er lýst hvernig Aðalsteinn sameinar England
eftir lát Sigtryggs konungs á Norðimbralandi og Constantinus, konungur
Skotlands, styður konung Saxa (Saxonum regem) í kjölfarið.7
Kvæðið um orustuna við Brunanburh er varðveitt í flestum Engil-
saxa annálum í tengslum við atburði ársins 937.8 Þar segir frá því þeg-
ar aðalsteinn og Játmundur (Eadmund), bróðir hans, börðust við Con-
stantinus, konung Skotlands, og tengdason hans, ólaf Guðröðarson
(amlaíb MacGofraid), en hann var konungur norrænna manna í Dublin á
írlandi og gerði einnig tilkall til konungsríkis á Norðimbralandi. Aðalsteinn
og Játmundur höfðu sigur í mjög blóðugum bardaga þar sem sonur
Constantinusar féll. Enn er deilt um hvar Brunanburh hafi verið enda
6 Peter H. Sawyer, Anglo-Saxon Charters. An Annotated List and Bibliography (London: royal
Historical Society, 1968), nr. 416, 434, 1792. Sjá einnig rafræna útgáfu: www.esawyer.org.
uk.
7 Michael Lapidge, „Some Latin poems as evidence for the reign of athelstan“, Anglo-Saxon
England 9 (1981): 61–98. Ljóðið er birt í heild í lok greinarinnar, á bls. 98.
8 The Anglo-Saxon Chronicle. A Collaborative Edition. 3 MS A, útg. Janet Bately (Cambridge:
Brewer, 1986), 70–72. Kvæðið er einnig að finna í B, C og D handritum annálanna.