Gripla - 20.12.2018, Page 171
171
þótt flestir fræðimenn telji að staðurinn hafi verið vestarlega á Englandi.9 í
varðveittri mynd sinni tengist kvæðið þeirri sögu sem sögð er af Aðalsteini
í Engilsaxaannálum og er ógerningur að ræða aðra heimildina úr samhengi
við hina. Báðar eru frá 10. öld þar sem kvæðið gæti hafa orðið til við
hirð Játmundar konungs skömmu eftir 940 en elsta gerð Engilsaxaannáls
(a-gerðin) þar sem er sagt frá aðalsteini er sennilega rituð um 955.10
Sagan af Aðalsteini í Engilsaxaannálum hnitast um þrjá atburði sem
segir frá í öllum sex annálunum: Valdatöku aðalsteins árið 924, herför
hans til Skotlands árið 933 og orustuna við Brunanburh árið 937. Frásögnin
um orustuna er löng þar sem áðurnefnt kvæði er birt í heild sinni en frá
hinum atburðunum er sagt í einni setningu, hvorum um sig. Annars vegar
segir að Játvarður konungur hafi látist og Aðalsteinn sonur hans tekið við
ríki, hins vegar að Aðalsteinn hafi haldið til Skotlands með landher og
sjóher og herjað á mikinn hluta landsins (fe. his micel oferhergade).11 Þar sem
Constantinus konungur birtist ekki sem vottur í máldögum fyrr en eftir
þessa atburði má ætla að herferðin til Skotlands hafi leitt til þess að hann
viðurkenndi Aðalstein sem yfirkonung sinn.12
Sagt er frá fjórum öðrum atburðum sem tengjast Aðalsteini í sumum
Engilsaxaannálum en ekki öðrum. í þremur annálum segir frá því að
aðalsteinn hafi verið kosinn konungur í Merciu og sjálfstæði þess
ríkis gagnvart Wessex er þannig undirstrikað.13 Einnig segir frá því að
Ælfweard, bróðir aðalsteins, hafi látist skömmu eftir lát föður þeirra og
svo virðist sem að Aðalsteinn hafi ekki verið kjörinn konungur fyrr en faðir
9 Sjá Michael Livingston, The Battle of Brunanburh. A Casebook (Exeter: university of Exeter
Press, 2011), 19.
10 Sjá Simon Walker, „a Context for ‘Brunanburh’?“ Warriors and Churchmen in the High
Middle Ages, ritstj. timothy reuter (London: Hambledon Press, 1992), 21–39; The Anglo-
Saxon Chronicle. 3 MS A, xxxiv–xxxv; The Anglo-Saxon Chronicle. A Collaborative Edition.
4 MS B, útg. Simon taylor (Cambridge: Brewer, 1983), xi–xii.
11 The Anglo-Saxon Chronicle. 3 MS A, 69–70; The Anglo-Saxon Chronicle. 4 MS B, bls.
50–51.
12 Alex Woolf hefur ályktað út frá máldögum að herferðin hafi ekki átt sér stað fyrr en 934
og má það teljast sennilegt. Sjá From Pictland to Alba 789–1070 (Edinburgh: Edinburgh
university Press, 2007), 164–166.
13 The Anglo-Saxon Chronicle. 4 MS B, 50–51; The Anglo-Saxon Chronicle. A Collaborative
Edition. 5 MS C, útg. Katherine o’Brien o’Keefe (Cambridge: Brewer, 2001), 76; The
Anglo-Saxon Chronicle. A Collaborative Edition. 6 MS D, útg. G. P. Cubbin (Cambridge:
Brewer, 1996), 41.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar