Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 172
GRIPLA172
hans og bróðir voru báðir látnir.14 Má rekja þennan mun til þess að einn
annálanna (B-gerðin) var upphaflega ritaður í abingdon í Merciu. að öðru
leyti er ekki mikill munur á A- og B-gerðum Engilsaxaannála hvað varðar
aðalstein. Í öðrum annál (E-gerð), sem er að stofni til frá 11. öld, er sagt
frá því að Edwin, bróðir, aðalsteins, hafi drukknað árið 933, en þar er ekki
greint nánar frá málsatvikum.15
í D-gerð Engilsaxaannála, sem einnig er að stofni til frá 11. öld, er
sérstaklega sagt frá viðskiptum aðalsteins og Sigtryggs (fe. Sihtric), kon-
ungs norrænna manna í Jórvík. Þar segir frá því að Sigtryggur hafi gengið
að eiga systur Aðalsteins árið 926 en árið eftir andaðist Sigtryggur og segir
þá í D-gerðinni að Aðalsteinn hafi tekið við ríki hans í Norðimbralandi árið
927. Þar segir einnig að konungar í Wales og í Skotlandi hafi viðurkennt
forræði Aðalsteins sama ár og því má rekja stöðu hans sem yfirkonungs
á Bretlandi til þess að hann kemst til ríkis á Norðimbralandi.16 Ef litið er
til máldaga þá staðfesta þeir að konungar í Wales virðast hafa viðurkennt
Aðalstein sem yfirkonung í kjölfarið en öðru máli gegnir hins vegar um
Skotakonung. Því er ekki víst að D-gerðin fari með rétt mál hvað þetta
varðar.
Í tveimur öðrum annálum (E og f), sem einnig eru frá 11. öld,
segir hins vegar frá því að Guðröður, frændi Sigtryggs, hafi hrakist frá
norðimbralandi árið 927 og má ætla af þeim upplýsingum að hann hafi
talið sig eiga þar tilkall til krúnunnar og að valdataka Aðalsteins hafi ekki
gengið átakalaust fyrir sig.17 Frá Guðröði segir einnig í Ulsterannálum þar
sem hann er nefndur sonarsonur ívars og kallaður grimmur konungur
norðmanna (rí crudelissimus Nordmannorum). Þar kemur fram að hann
hafi yfirgefið Dublin í sex mánuði en snúið aftur árið 927.18 Guðröður lést í
14 Í tveimur samtímaheimildum er Ælfweard talinn meðal Englandskonunga, sjá David n.
Dumville, Wessex and England from Alfred to Edgar. Six Essays on Political, Cultural, and
Ecclesiastical Revival (Woodbridge: the Boydell Press, 1992), 146.
15 The Anglo-Saxon Chronicle. A Collaborative Edition. 7 MS E, útg. Susan Irvine (Cambridge:
Brewer, 2002), 55.
16 The Anglo-Saxon Chronicle. 6 MS D, 41. Sjá Lapidge, „Some Latin poems,“ 91–92.
17 The Anglo-Saxon Chronicle. 7 MS E, 55, The Anglo-Saxon Chronicle. A Collaborative Edition.
8 MS F, útg. Peter Baker (Cambridge: Brewer, 2000), 79.
18 The Annals of Ulster (to A.D. 1131), útg. Seán Mac airt og Gearóid Mac niocaill (Dublin:
Dublin Institute for advanced Studies, 1983), 378.