Gripla - 20.12.2018, Qupperneq 175
175
Játmund) og „systur aðalsteins“ (sororem Adalstani) en annars fjallar
Widukind ekkert um hann eða bandalag þeirra Ottós.22 Þýskir sagnaritarar
sem fjölluðu um Ottó gerðu því lítið úr tengslum þeirra Aðalsteins.
Öðru máli gegnir um samskipti aðalsteins við ráðamenn í frakklandi. Í
Historia Remensis Ecclesiae eftir flodoardus frá rheims (894–966) er fjallað
um Aðalstein. Þar kemur fram að Loðvík, sonur Karls Frakkakonungs,
hafi verið sendur í fóstur til Aðalsteins sem var móðurbróðir hans.23 í
öðru verki, Annales, greinir Flodoardus frá hjónabandi Húgó hertoga,
sem var hinn raunverulegi stjórnandi í Frakklandi áratugum saman,
og Eadhild, systur Aðalsteins, en nefnir hann þó ekki í því sambandi
heldur kallar hana „dóttur Játvarðs Englandskonungs og systur eiginkonu
Karls [frakkakonungs]“ (filiam Eadwardi regis Anglorum, sororem conjugis
Karoli).24 Hér virðist Flodoardus því gera ráð fyrir að Húgó hafi haft meiri
áhuga á mágsemdum við Karl heldur en Aðalstein.
Eftir lát Karls konungs árið 936 sendi Húgó hertogi eftir Loðvík syni
hans en Flodoardus greinir frá því að Aðalsteinn konungur hafi verið
tortrygginn og látið sendimenn hans sverja trúnaðareið áður en Loðvík
fylgdi þeim til Frakklands.25 Loðvík Aðalsteinsfóstri ríkti svo í Frakklandi
í átján ár, undir handarjaðri Húgó hertoga.
Flodoardus greinir jafnframt frá því að Bretónar sem höfðu verið í
Englandi, undir vernd Aðalsteins, hafi einnig snúið aftur til Frakklands
árið 936 og tekið við landi sínu aftur (Brittones a transmarinis regionibus,
Alstani regis praesidio, revertentes terram suam repetunt). í yngri heimild, ann-
álnum frá Nantes sem ritaður er um miðja 11. öld, kemur fram að Alanus,
dóttursonur hertogans í Bretagne, hafi fylgt föður sínum til Englands
ásamt fleiri Bretónum, þar sem Aðalsteinn var guðfaðir hans og hafði mikla
trú á honum (magnam in eo fidem habebat).26 Síðar segir að Alanus hafi alist
upp við hirð Englandskonungs og hafi snúið aftur til Bretagne sama ár og
22 Quellen zur Geschichte der sächsischen Kaiserzeit 2. útg., útg. Albert Bauer og Reinhold Rau,
(Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1977), 72.
23 Monumenta Germaniae Historica 4, útg. Martina Stratmann (Hannover: Hahn, 1998),
417.
24 Les Annales de Flodoard, útg. Philippe Lauer, Collection des textes pour servir à l’étude et à
l’enseignement de l’histoire 39 (Paris: Picard, 1905), 36.
25 Les Annales de Flodoard, 63.
26 La Chronique de Nantes, útg. rené Merlet (Paris: Picard, 1896), 82–83.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar