Gripla - 20.12.2018, Side 178
GRIPLA178
var talinn fyrsti konungur sameinaðs Englands og hafði gert tilkall til
yfirráða yfir öllu Bretlandi.29 Minningin sem lifði um Aðalstein í þessum
ritum var hins vegar ekki lengur virk heldur menningarlegt minni (kultur-
elle Gedächtnis) svo vitnað sé til Jans Assmanns.30 Það hafði í för með sér að
minningin var hlutgerð og stofnanavædd af sagnariturum sem rituðu í þágu
valdastofnana. Aðalsteinn varð að menningarlegu kennileiti sem sagnarit-
arar gátu vísað til í orðræðu um eigin sjálfsmynd.
Flestir þessara sagnaritara notuðu Engilsaxaannála sem helstu heim-
ildir um Aðalstein en völdu stundum úr efnisatriðum í samræmi við eigin
áherslur. Þannig var það einungis Heinrekur frá Huntingdon sem hélt til
streitu frásögn B-gerðar Engilsaxaannála um að Aðalsteinn hefði verið
kosinn konungur af Merciumönnum.31 Jóhannes frá Worcester lagði á
hinn bóginn áherslu á deilur Aðalsteins og Guðröðar vegna konungs-
erfða í norðimbralandi og bætir við upplýsingum sem ekki er að finna
í varðveittum gerðum Engilsaxaannála, um að Guðröður hafi tekið við
ríki á Norðimbralandi eftir lát Sigtryggs en verið hrakinn frá völdum
af Aðalsteini.32 Ekki er víst að Jóhannes hafi byggt á glötuðum eldri
heimildum varðandi þessa atburði; þetta kann að vera túlkun hans byggð
á samlestri á D, E og F-gerðum Engilsaxaannála. Þá gefur Jóhannes í
skyn að Aðalsteinn hafi barist við aðra konunga á Bretlandseyjum áður
en hann samdi við þá frið í Eamont, en engu slíku er haldið fram í
Engilsaxaannálum. Heinrekur frá Huntingdon fullyrðir að Aðalsteinn hafi
hrakið Guðröð á flótta og fellt hann (repulsum fugauit, fugatum perdidit) en
það virðist ekki í samræmi við eldri frásögn Ulsterannála þar sem kemur
fram að Guðröður hafi látist í Dublin 934.33
Þegar sagt er frá herförinni til Skotlands heldur Jóhannes frá
Wor cester því fram að orsök hennar hafi verið griðrof Constantinusar Skota -
konungs. Það kann þó að vera ályktun hans út frá vitnisburði D-gerðar
29 Dumville, Wessex and England, 168.
30 Sjá t.d. Jan assmann, „Kollektives Gedächtnis und kulturelle Identität,“ Kultur und Ge-
dächtnis, ritstj. Jan assmann og tonio Hölscher (frankfurt am Main: Suhrkamp, 1988),
9–19.
31 Henry, archdeacon of Huntingdon, Historia Anglorum, útg. Diana E. Greenway (oxford:
Clarendon Press, 1996), 308.
32 The Chronicle of John of Worcester, 3 bindi, útg. r. r. Darlington og P. McGurk, (oxford:
Clarendon Press, 1995), II 386.
33 The Annals of Ulster, 382; The Chronicle of John of Worcester, 386; Henry, archdeacon of
Huntingdon, Historia Anglorum, 310.