Gripla - 20.12.2018, Page 180
GRIPLA180
við Brunanburh eða öðrum samtímaheimildum. Þá fullyrðir Symeon að
þeir hafi haft yfir 615 skipum að ráða. Hann þakkar sigur aðalsteins
heilögum Cuthbert og er það í samræmi við þá áherslu sem hann leggur
almennt á dýrlinginn.40
Sjá má að enskir sagnaritarar bættu ýmsu við söguna af Aðalsteini;
iðulega í samræmi við áhugamál og áherslur þess orðræðusamfélags sem
þeir tilheyrðu en einnig birtist í þeim hin opinbera mynd af aðalsteini
eins og hún var í Englandi undir stjórn Normanna. Ekki er að sjá að neinn
sagnaritaranna hafi haft aðgang að öðrum ritheimildum en þeim sem
varðveist hafa frá 10. öld, en sumir þeirra kunna að hafa stuðst við munn-
lega geymd, einkum tengda viðkomu Aðalsteins á tilteknum helgistöðum
sem varðveittust meðal munkanna þar. Slíkar sögur endurspegluðu það
orðspor sem fór af aðalsteini sem öflugum kristnum konungi.
Einn af enskum sagnaritum sker sig úr þar sem hann fjallar mun
ítarlegar um Aðalstein en aðrir og bætir við ýmsum sögum um hann
sem ekki finnast í eldri heimildum. Því er ástæða til að ræða sérstaklega
um hans framlag til sagnaritunar um Aðalstein. Það er Vilhjálmur frá
Malmesbury.
Vilhjálmur frá Malmesbury og ókunnar heimildir hans
Malmesbury er kauptún í Wiltshire í suðurhluta Englands. frægð stað-
arins á miðöldum tengist einkum klaustrinu sem stofnað var þar árið 675. Á
dögum Vilhjálms var Malmesbury helsti staðurinn í Wiltshire og munkar
klaustursins voru ódeigir við að standa vörð um réttindi þess. Vilhjálmur
var sonur Normanna og engilsaxneskrar konu og gerðist ungur munkur
í klaustri. Hann hafði mikinn áhuga á verkum Beda prests og vildi halda
áfram verki hans. í formála segir hann að mikill skortur hafi verið á ritum
um sögu Englands á latínu síðan á dögum Beda og hyggst sjálfur bæta úr
því.41 í formála verksins lýsir Vilhjálmur yfir sannleiksgildi sögu sinnar en
tekur jafnframt fram að einhverjir kunni að hafa efasemdir um það.42 Þann
sið höfðu sagnaritarar iðulega í formálum en þó kann að vera að Vilhjálmur
40 Symeon of Durham, Libellus de exordio, 136, 138.
41 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 2 bindi, útg. R. A. B. Mynors, R. M.
thomson og M. Winterbottom, (oxford: Clarendon Press, 1998–1999), 14.
42 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 16.