Gripla - 20.12.2018, Síða 181
181
hafi verið meðvitaður um að hann væri að styðjast við efni sem ekki hafði
áður verið notað af sagnariturum.
Vilhjálmur fjallar töluvert um Aðalstein konung og lítur á hann sem
sérstakan stuðningsmann klaustursins í Malmesbury. Hann tínir þar til
aðdáun konungs á dýrlingnum Aldhelm, sem var ábóti í klaustrinu á fyrri
hluta 8. aldar, og nefnir gjafir konungs til klaustursins.43 Þá tekur hann
fram að Aðalsteinn hafi verið jarðsettur í Malmesbury og einnig tveir bróð-
ursynir hans sem féllu við Brunanburh.44 Vilhjálmur er því í samkeppni
við Symeon frá Durham, Aelred frá Rivaulx og aðra geistlega sagnaritara
um það hvaða helgistaður á Englandi hefði verið í mestu uppáhaldi hjá
Aðalsteini konungi.
Vilhjálmur bætir miklu við fyrri frásagnir af aðalsteini en hann skiptir
verki sínu í fjóra hluta eftir því hvaða heimildum hann fylgir. Fyrsti hluti
verks hans fylgir frásögn Engilsaxaannála í grófum dráttum en ekki er ljóst
hvaða annál hann fylgir í hverju tilviki og stundum segir hann annað en
kemur fram í heimildum hans. Til dæmis fullyrðir hann að Constantinus
Skotakonungur hafi fallið við Brunanburh, gagnstætt því sem kemur fram
í eldri heimildum.45
Að því loknu taka við frásagnir sem ekki er að finna í öðrum heim-
ildum. Vilhjálmur fjallar um andstöðu við Aðalstein meðal ættingja hans
og vísar þar í forn söguljóð. Þá heldur hann því fram að Æþelweard, bróðir
Aðalsteins, hafi verið hinn lögmæti erfingi föður síns en Aðalsteinn ein-
ungis komist til valda eftir lát hans. Segir hann að móðir Aðalsteins hafi
verið dóttir fjárhirðis en alist upp hjá fóstru Játvarðs konungs og þannig
komist í kynni við konunginn. Vilhjálmur vísar einnig í söguljóð varðandi
útlegð Edwins, bróður aðalsteins, og drukknun hans sem aðalsteinn hafi
kennt sjálfum sér um og gert yfirbót fyrir.46 Annar hluti sem Vilhjálmur
bætir við fjallar um andstöðu aðalsmannsins Elfráðs við Aðalstein og andlát
hans í suðurgöngu til Rómar. Tengist sá atburður klaustrinu í Malmesbury
því að Vilhjálmur segir að Aðalsteinn hafi gefið klaustrinu eigur Elfráðs eftir
daga hans. Vitnar Vilhjálmur þar í máldaga sem hann telur sanna eignar-
43 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 208, 220.
44 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 220, 228.
45 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 206, 208.
46 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 224, 226.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar