Gripla - 20.12.2018, Síða 182
GRIPLA182
hald klaustursins á þessum jörðum.47 Sennilega er máldaginn þó tilbún-
ingur munkanna í Malmesbury fremur en forn frumheimild.
Rækilegustu viðbæturnar frá hendi Vilhjálms er að finna í öðrum hluta
verksins. Þar vísar Vilhjálmur í latneskt kvæði um Aðalstein sem virðist
hafa verið heimild hans og var þar sagt frá uppeldi og menntun aðalsteins
og krýningu hans. Það má hins vegar efast um að sú heimild sé ævaforn þó
að sagnfræðingar hafi oft gengið að því sem vísu. Það stafar af misskiln-
ingi á orðum Vilhjálms í upphafi þessa hluta. Þar ræðir Vilhjálmur um
verk á latínu sem ritað sé í hástemmdum stíl og hann hafi fundið í bók
sem augljóslega sé mjög gömul (in quodam sane uolumine uetusto) og rituð
að Aðalsteini konungi lifandi. Segir hann svo að hann myndi endursegja
efni verksins (cuius hic uerba uerba pro compendio subiicerem) ef það væri
ekki jafn illa samið og hástemmt. Þess í stað segist hann munu bæta við
nokkrum orðum í lágstemmdum stíl.48 Hefur iðulega verið litið svo á að
sú frásögn sem fer á eftir sé endursögn Vilhjálms á hinu forna riti en, eins
og Michael Lapidge hefur bent á, fær það ekki staðist því að hann segir
beinlínis, í viðtengingarhætti (conjunctivus), að hann hefði notað verkið
ef það væri betur samið, en virðist hafa ákveðið að gera það ekki.49 Kvæði
sem Vilhjálmur vitnar í og virðist hafa notað sem heimild í þessum hluta er
greinilega mun yngra, sennilega samið á dögum Vilhjálms sjálfs. Hið forna
kvæði sem hann segir frá í upphafi þessa hluta gæti á hinn bóginn verið
dulmálskvæði frá dögum Aðalsteins sem enn er varðveitt, að minnsta kosti
fellur það vel að lýsingu Vilhjálms á hinu ævaforna verki.50 Þrátt fyrir þetta
hafa sumir sagnfræðingar verið tregir til að hafna hugmyndinni um forna
heimild algjörlega og vilja nota frásögn Vilhjálms til að fylla inn í hinar
mörgu eyður sem annars eru í ævisögu Aðalsteins.51 Eftir stendur þó að
litlar vísbendingar eru til um hvaða verk gæti hafa verið heimild Vilhjálms
og þau kvæði sem vísað er til í þessum hluta eru greinilega frá fyrri hluta
12. aldar, eins og Lapidge hefur bent á.
Eins og áður segir eru helstu viðbæturnar í öðrum hluta verks Vilhjálms
um bernsku og uppeldi aðalsteins. Þar kemur fram að Elfráður ríki,
afi hans, hafi spáð honum glæstri framtíð í bernsku og afhent honum
47 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 206, 222, 224.
48 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 210.
49 Lapidge, „Some Latin poems,“ 63–64.
50 Lapidge, „Some Latin poems,“ 64, 72.
51 Sjá t.d. Sarah Foot, Æthelstan. The First King of England, 251–258.