Gripla - 20.12.2018, Page 183
183
sverð, rýting og skikkju því til staðfestingar. Segir Vilhjálmur beinlínis að
Elfráður hafi slegið Aðalstein, sem varla hefur verið eldri en fimm ára, til
riddara, áður en hann hafði náð aldri til slíks (premature militem fecerat).
Þá segir frá því að aðalsteinn hafi alist upp hjá Æþælfled, föðursystur
sinni, og eiginmanni hennar, konunginum í Merciu.52 Þá segir frá ýmsum
atvikum í hernaði Aðalsteins sem ekki er að finna annars staðar. Einnig
segir nokkuð frá fjölskylduhögum hans eftir að hann varð konungur, en
lítið er sagt frá slíku í öðrum frásagnarheimildum. Þá nefnir Vilhjálmur
erlend tengsl aðalsteins og hjúskap systra hans við konunga á meginland-
inu og er hann einn fárra enskra sagnaritara sem gerir það.53 Þó er ekkert
minnst á fóstursyni Aðalsteins.
í öðrum hluta sögunnar er forvitnileg frásögn sem jafnframt er elsta
heimildin um tengsl Aðalsteins við norræna konunga. í samhengi við
umfjöllun um frægð hans í Evrópu segir Vilhjálmur frá því að Haraldur
nokkur, konungur norrænna manna (rex Noricorum), hafi sent honum
glæsilegt skip með gylltu stefni, purpurarauðu segli og gylltum skjöldum.
Hafi sendimenn Haralds, Helgrim og Osfrid, heimsótt Aðalstein í Jórvík
og þegið gjafir úr hendi hans. Ekki kemur fram hvenær þessi sendiför
var farin en Aðalsteinn hefur varla verið staddur í Jórvík nema tvisvar
á ríkisárum sínum, árin 927 og 934.54 Ekki verður sannað á grundvelli
þessarar frásagnar að Haraldur sögunnar sé Noregskonungur þó að það
sé mögulegt. Enda þótt titillinn rex Noricorum vísi stundum til yngri
Noregskonunga í Gesta regum Anglorum, t.d. ólafs helga og eftirmanna
hans, þá notar Vilhjálmur þennan titil einnig yfir konunginn í Bæjaralandi
og ýmsa víkingakonunga sem ekki tengjast Noregi sérstaklega, t.d. Hrólf
hertoga í Normandí og ólaf konung í Dublin. Hér er þó greinilega
norrænn konungur á ferð og alls ekki útilokað að hér sé á ferð einn þeirra
Noregskonunga með þessu nafni sem nefndir eru í norrænum ritum frá
12. öld. Sendimenn Haralds þessa eru ekki kunnir úr öðrum heimildum en
annar þeirra, Osfrid, ber engilsaxneskt nafn.55
Vilhjálmur endurtekur söguna af bardaganum við Brunanburh í öðrum
hluta, sennilega vegna þess að meginheimild hans, hið nýlega kvæði, fjallar
52 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 210.
53 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 216, 218, 220.
54 William of Malmesbury, Gesta regum Anglorum, 216.
55 Ásfríðr er til sem kvenmannsnafn í norrænum málum en karlmannsnafnið osfrid er bundið
við England og finnst einkum í heimildum frá 7. öld.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar