Gripla - 20.12.2018, Síða 185
185
hlaut hins vegar óvæntan styrk úr norrænum konungasögum sem ritaðar
voru u.þ.b. einum mannsaldri á eftir hinum ensku sagnaritum sem hér hafa
verið til umræðu.
Aðalsteinn í norrænum ritum frá 12. öld
Enginn Noregskonungur sem var samtíða Aðalsteini er nefndur í rit-
heimildum sem eru eldri en frá 12. öld. í íslendingabók Ara fróða, sem
sennilega er rituð um svipað leyti og Gesta regum Anglorum, er Haraldur
hárfagri sagður hafa verið Noregskonungur þegar ísland byggðist fyrst og
hafa ríkt í 60 ár.58 Vilhjálmur nefnir raunar Harald hárfagra en hjá honum,
líkt og í Engilsaxaannálum, vísar það viðurnefni til Haralds Sigurðarsonar
noregskonungs (d. 1066) sem íslenskir og norskir konungasagnaritarar
kölluðu Harald harðráða. Ekki er útilokað að Haraldur sá sem Vilhjálmur
frá Malmesbury segir að hafi sent aðalsteini skip hafi verið sá sami og kon-
ungurinn sem Ari kallar Harald hárfagra en hann gæti einnig verið einhver
annar norrænn konungur með þessu nafni frá 10. öld, á Norðurlöndum, á
Bretlandseyjum eða á meginlandi Evrópu.
í Historia de antiquitate regum Norwagiensium eftir theodericus munk,
sem sennilega er rituð skömmu fyrir 1180, segir frá því að Haraldur hárfagri
hafi sent einn sona sinna, Hákon að nafni til Aðalsteins Englandskonungs
svo að hann ælist þar upp og lærði siði þjóðarinnar (Prædictus vero Haraldus
miserat unum ex filiis suis Halstano regi Anglorum, Hocon nomine, ut nutriretur
et disceret morem gentis). Eiríkur, sonur Haralds, hafi tekið við ríki föður
síns en Norðmenn hafi svo kallað Hákon aftur heim vegna grimmdar
bróður hans og gert hann að konungi. Sjálfur sigldi Eiríkur svo til Englands
og fékk virðulegar móttökur frá konungi en andaðist sama dag og hann
kom þangað (Ipse veri Ericus ad Angliam navigavit et a rege honorifice susceptus
ibidem diem obiit).59
58 Íslendingabók, Landnámabók, útg. Jakob Benediktsson, Íslenzk fornrit I. (reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1968), 4–6, 9. um Harald hárfagra sjá nánar Sverrir Jakobsson,
„óþekkti konungurinn. Sagnir um Harald hárfagra,“ Ný saga 11 (1999): 38–53; Sverrir
Jakobsson, „„Erindringen om en mægtig Personlighed.“ Den norsk-islandske historiske
tradisjon om Harald Hårfagre i et kildekritisk perspektiv,“ Historisk tidsskrift 81 (2002):
213–230.
59 Monumenta historica Norvegiæ latine conscripta. Latinske kildeskrifter til Norges historie i mid-
delalderen, útg. Gustav Storm (Kristiania: a. W. Brøgger, 1880), 7.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar