Gripla - 20.12.2018, Page 188
GRIPLA188
af þeim sökum. Svo er auðvitað einnig mögulegt að sagnir um ríki Eiríks
á Norðimbralandi hafi lifað í munnlegri geymd í 200 ár á íslandi eða
í Noregi en það er þó ósennilegra.65 Það er að minnsta kosti ljóst að í
norskum konungasögum hefur Eiríkur hlutverki að gegna sem andstæða
Hákonar. Við konungaskiptin ferðast þeir hvor í sína átt, annar frá hinu
kristna Englandi til hins heiðna Noregs en hinn frá Noregi til Englands.
Einnig eru þeir hliðstæður að því leyti að Hákon reynir að halda í enska
siði í Noregi en reynist ekki megnugur þess en Eiríkur nær ekki heldur að
tileinka sér siði konungs á Englandi heldur hrökklast til Spánar og heldur
áfram að vera víkingur.
Ritheimildir um Hákon Aðalsteinsfóstra eru ríflega 200 árum yngri
en aðrar heimildir um fóstursyni Aðalsteins. Sögunum ber oft ekki
saman um atburðarás sem bendir til þess að höfundar hafi ekki haft úr
miklu efni að moða sem fengið hafði fast form í sagnaarfinum. Höfundar
Noregskonungasagna vitna ekki í neinar heimildir varðandi Aðalstein og
ekki er mikið sagt um hann, annað en að hann hafi verið kristinn. Þeir voru
hins vegar lærðir menn og vel má vera að þeir hafi þekkt heimildir um að
Aðalsteinn hafi fóstrað konungssyni í Frakklandi og Bretagne. Historia
de antiquitate regum Norwagiensium er rituð í anda svipaðra sagnarita frá
meginlandi Evrópu og höfundur þess var greinilega víðlesinn.66 Reikna má
með því að höfundur Historia Norvegiae hafi einnig verið mjög lærður, enda
þótt honum sé ekki jafn mikið í mun að sanna lærdóm sinn.
í Gesta Danorum eftir Saxo Grammaticus er lengri frásögn um aðal-
stein. Þar kemur fram að Gormur gamli Danakonungur hafi gifst dóttur
Englandskonungs sem Saxo kallar Æþelred (Hedelradus). Synir þeirra voru
Knútur og Haraldur og erfðu þeir ríki afa síns. aðalsteinn, sonur Æþelreds,
sem hafði verið sniðgenginn í erfðaskrá föður síns, hafi hins vegar hrifsað
til sín völdin. Hér færir Saxo rök fyrir því að ríki Danakonunga á Englandi
hafi hvílt á lögmætum erfðum en Aðalsteinn hafi verið valdaræningi. Þá
65 Varðveisla munnmæla í svo langan tíma er handan við það sem Jan Vansina nefnir rof í
flæði (the floating gap) minninga sem varðveitast í munnlegri geymd. Hugtakið lýsir því að
sögulegar minningar varðveitast í 80–100 ár í munnmælasamfélögum, en síðan gleymist allt
nema upphafsgoðsagnir sem ná til tíma langt aftur í aldir. Sjá Jan Vansina, Oral Tradition as
History (oxford: James Currey, 1985), 23–24.
66 Sjá t.d. Jens S. th. Hanssen, „theodoricus Monachus and European Literature,“ Sym-
bolae Osloensis 27 (1949): 70–127; Sverre Bagge, „theodoricus Monachus – Clerical
Historiography in twelfth-century norway,“ Scandinavian Journal of History 14 (1989):
113–133.